Það sem ég á við hér er að heimurinn er margræður og flókinn. Þegar börn koma til mín og tala um fólkið sem það sér og ég sé líka en aðrir ekki. Hvað á ég þá að segja? Fyrirgefðu elskan en þú ert geðveik, það sem meira er ég er það líka…en höfum bara hljótt um það. Hvað á ég að segja við ungling sem sér fjólubláa litinn í kringum ömmu, litinn sem ég sé líka? Þótt ég viti ekki alveg afhverju ég sé og af hverju hann sér, á ég þá að svara:,,þetta er allt í lagi, við erum bara geðveik en við skulum þegja um það. Á ég að segja það vegna þess að þú sérð þetta ekki? Hvað á ég að segja við mömmu sem segir við mig að afi sé að deyja? Mig dreymdi það líka. Á ég að segja henni að hún sé bara geðveik og við eigum að þegja? Reyndar er þögnin best þegar maður sér fyrirfram dauðann. En eigum við að trúa því að við séum geðveik vegna þess að þú sérð bara efnisheiminn? Er það sanngjarnt?