Mér hefur dreymt sama húsið þrisvar sinnum! Og í hvert sinn sé ég nýjan hluta eða herbergi. Þetta er þriggja hæða hús; neðst er salur með gráu gólfi, borðum með hvítum dúk og stólum.
Á annari hæð eru nokkur herbergi. Þetta er frekar undarlegt. Gólfið er svart og úr timbri en ég tek aldrei eftir veggjunum. Þegar ég labba upp stigan (handriðin eru bleik) og sný mér til vinstri þá eru dyr í horninu. Þar inni er eitthvað herbergi, og ég er ekki viss hvort það sé stigi þaðan og eitthvert (ef svo er, þá held ég að hann liggi upp stromp og svo út, mér hefur dreymt landslag í þessum draumi/draumum) eða þetta er þá koja.

Svo ef ég fer út úr herberginu þá eru aðrar dyr og annað herbergi rétt hjá. Það herbergi… var í einum draumi bjart, ljósbleikt og aðeins með timbur-húsgögn, en í öðrum var það gráblátt og niðurdrepandi.

Svo er þriðja herbergið. Það er ljósbleikt með fullt af hillum, böngsum og dóti og ég HELD að þaðan liggi dyr í… herbergi nr. 2. Svo er bara veggur þangað til ég er komin hringinn, en til hægri frá stiganum er annar stigi. Hann er brúnn og ég held að hann sé steyptur, en ég hef aldrei farið upp hann. Það er annaðhvort svartamyrkur og raddir koma þaðan, eða það er þoka og ég sé drauga þar. Mér líður alltaf illa þegar ég horfi þarna upp.


Mér hefur þrisvar dreymt þetta hús. Þegar ég var 6 ára, 8-9 ára og þegar ég var 11 ára. Merkir það kannski eitthvað? Einhverntíma þegar ég var 5 ára þá dreymdi mig völundarhús, ég þurfti að leysa þrautir og allt til að komast eitthvert svo nokkrum árum seinna dreymdi mig seinni hlutan af þeim draumi og þar var herbergi sem var líka ljósbleikt með hillum og einhverju. Hvað þýðir þetta? Mér líkar bleikt ekki svo mikið, en ég gerði það þegar ég var lítil. Ég kannast ekkert við þetta hús, né stigana! Þetta hræðir mig svolítið, samt mundi ég ekkert eftir þessum draumum fyrren ég kom á þetta áhugamál…