Ég fékk hræðilega martröð í sumar. Það var þannig að mamma mín sagðist vera að fara að deyja (hún er mikið veik í alvöru) og hún reyndi að loka hurð á mig, meðan ég reyndi að halda hurðinni opinni og grét mikið og sagði: Neeeei, þú ert ekki að fara að deyja!!!!!! Hún var reið og sagði: Jú, ég eeer að fara að deyja!!!!! Þetta gerðist í gömlu húsi sem afi og amma bjuggu einu sinni í. Ég vaknaði með andköf!!!!!