Ég hef aldrei trúað neitt á drauma og svoleiðis, dreymir alltaf bara eithvað bull, og haldið þetta vera bara tilviljanakennt rugl.
en ég lennti í því fyrir stuttu síðan að ég missti hann afa minn, sem var búinn að vera lengi á spítala.
Mig dreymdi nóttina áður en afi minn andaðist að einver, sem ég man ekki hver er, sem ég þekkti mjög vel hefði látist og mér leið mjög illa þegar ég vaknaði og ég man að það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég vaknaði var “hann fer í dag” en ég tók ekkert mark á þessu og hélt að þetta væri eithvað rugl í mér og ég væri bara þreyttur eða eithvað.

En allavega um kvöldið þá var ég hjá vini mínum og við vorum bara að spila í PS2.
En svo allt í einu segi ég við sjálfan mig í hljóði, allveg upp úr þurru, “hann er dáinn” og svona 10sek seinna er hringt í mig og það er mamma mín sem segir mér að ég eigi að koma á spítalann og að pabbi minn sé á leiðinni að sækja mig.
Og ég vissi strax hvað hefði gerst hann var í raun og veru látinn