Þetta er dagsatt og ég er ekki að ljúga neinu sem kemur fram hérna!

Þetta gerðist fyrir 4 árum þegar ég var uppi í rúmi hlustandi á tónlist (ég var 11 ára) þá finnst mér ég allt í einu heyra sona ,umm veit ekki hvernig á að orða það sona hljóð þegar maður sest í leðursófa hljóð. Ég slekk á tónlistinni og ætla að fara að sofa en ´þá heyri ég þetta hljóð aftur og núna hærra en í fyrra skiptið. Ég verð allur stjarfur úr hræðslu og dreg sængina upp fyrir haus. Það líður svona korter þá er ég ennþá vakandi, hlustandi eftir þessu hljóði. Ég fer með bæninar mínar og loka augunum og reyni að sofna. En þá heyrði ég eitt mest ógnvekjandi hljóð sem ég hef heyrt á æfi minni, hljóð sem kemur þegar maður opnar ísskápinn okkar og síðan eithvað muldur niðri en ég heyri ekki í ískápnum lokast svo að ég hleyp inn til mömmu og pabba grátandi og segi þeim að það sé einhver niðri. Pabbi stendur upp úr rúminu og labbar að stiganum án þess að segja orð. Hann labbar hægt niður stigan og mér heyrist á öllu að hann fari inní eldhús og loki ísskápnum. Hann kemur síðan aftur þrammandi upp stigan og segir mér að það sé engin niðri að einhver hafi gleymt að loka ísskápnum en ég veit að það sé einhver niðri. Hann segir mér að fara að sofa og fylgir mér inní herbergi og breyðir sængina yfir mig. Hann fer með bænirnar með mér og slekkur ljósinn.

Það líða nokkrar mínútur þangað til að ég heyri aftur þessi hljóð í sófanum niðri og í þetta skiptið reyni ég að sofna hvað sem þessu líður, en þegar ég heyri eins og eithvað sé að labba upp stigan fríka ég alveg út og hleyp til mömmu og pabba hágrenjandi og heimta að fá að sofa inni hjá þeim. Að lokum gefa þau eftir og leyfa mér það. Ég sofna næstum strax og ég legst uppí hjá þeim.

Eftir þetta hef ég aldrei heyrt þessi hljóð á næturna. Ég held að þetta hafi verið draugur eða ég sé með mjög fjörugt ímyndunarafl, ÞÓ að ímyndunarafl geti ekki opnað ísskápa.
Dyggur stuðningsmaður AS Roma frá hinni eilífu borg.. FORZA ROMA