Mig dreymdi ég væri að horfa út um gluggann á hárri blokk. Byggð, háhýsi, verksmiðjur og götur, teygðu sig hvert sem augað eygði. Ég stóð við gluggann og starði á þessa sýn. Allt var uppljómað og þetta virtist vera stórborg, hálfgerfð himnaborg. Þögn ríkti og enginn, þá meina ég enginn var á ferð. Ég stóð við gluggann, starði og naut útsýnissins sem var svo mikilfenglegt að orð fá því ekki lýst.
Skyndilega skall á óhljóð, eins og skært ómannlegt væl. Það virtist koma úr fjaska en var samt svo hátt að það hlaut að vera nálægt. Í nokkrar mínútur heyrðist aðeins vælið en svo skall á þessi bassa taktur og byssuhljóð, margfaldur bassataktur og allt titraði. Hávaðinn varð óbærilegur og ég varð mjög skelkaður. Þá sá ég skrítnustu flugvélar sem ég hef nokkrusinni séð. Þær litu út eins og hálfgerðir “heftarar” á hvolfi, svo stórir að skuggi skall á borgina. Eftir þetta hætti þetta að vera draumur og varð að martröð.
Ég leit út um gluggan og sá þessa risavöxnu löngu málmklumpa hanga yfir himninum. Þeir skyggðu á allt og loftvarnarbyssurnar héldu áfram að teikna strik á himininn. Þetta var vonlaust, þær virtust varla drýfa hálfa leið. Svo tóku flugvélar að streyma af flugvöllum í fjaska til að veita þessum ferlíkum mótspyrnu, maður gat séð þær koma lengst að.
Þegar flugvélarnar voru varla komnar hálfa leið opnuðust mörg ljósgöt á klumpunum og litlar bombur féllu á allt í kringum mig. Flugvélarnar voru of seinar en nú voru þær komnar, þær drituðu gulum strikum á einn af döllunum og hann byrjaði ekki að hrapa heldur sökkva. Hann sökk til jarðar risavaxinn og þungur, kolsvartur reykur spratt úr öllum götunum á honum. Dallurinn silgdi hálfpartinn hægt niður maður beið með eftirvæntingu eftir skjálftanum sem kæmi þegar hann loksins brotlenti. Þegar hann snerti jörðina kom þvílíkt óhljóð og við það myndaðist bylgja, orkubylgja sem splundraði steipu, rúðum og vegum líkt og flóð tæki jarðveg. Hávaðinn og titringurinn varð óbærilegur. Rúðan fyrir framan mig var farin að skjálfa og ég stökk á gólfið, í því sem ég var að lenda á gólfinu fann ég þyngdaraflið hverfa, rúðan sprakk og húsið var á hraðleið niður. Harður dynkur kom og það breytti um fallstefnu og fór að falla beint fram ég horfði út um gluggann og sá truflandi sjón, í fyrstu sá ég himininn en síðan aðeins jörðina, ég sá jörðina nálgast óðfluga.
Næsta sem ég veit er að ég stóð úti, allt í kring voru steypurústir, brotamálmar og gýgar. Ég fann hvernig ég… ég… var farinn að trúa þessu öllu. Þetta var allt svo ofur raunverulegt, þarna þar sem ég stóð einn, á hrúgu sem áður hét borg, þá fór ég að trúa. Þá heyri ég barnslegar raddir hvísla, allar í órjúfanlegri runu. Veröld sér hér er halur heimur. Boð skulu berast…. og þá vaknaði ég.


Jæja ég bara þorði ekki öðru en að láta ykkur vita :)
Never take life seriously. Nobody gets out alive anyway.