Mig dreymdi ansi undarlegan draum um daginn. Ég var staddur í bíl í vinnunnni og var að hlusta á Jimi Hendrix þegar þessi svakalega þreyta kom yfir mig, og ég fór að dotta. svo dreymdi mig svona einskonar flash-draum, hann gerðist á mjög litlum tíma og allt var freka hratt.
Mig dreymdi stóra leikfangalest úr tré sem einhver kom fyrir hátt á braut og renndi af stað. Hún lennti á gólfinu og splundraðist þar, og á sama sekúndubroti hrökk ég upp og viti menn, Jimi Hendrix var að spila Star Spangled Banner og hafði byrjað akkúrat nákvæmlega þegar lestin splundraðist.
Hvernig túlkiði þetta? Þetta var ekki bara draumur, heldur samspil draums og veruleika. Auðvitað hefur þetta líklega verið eintóm tilviljun, en mér þætti gaman að heyra hvað þið Hugarar fáið út úr þessu.<br><br><b><i>The sun is the same in a relative way but you're older,
Shorter of breath and one day closer to death</i></
For those about to rock I salute you!