Oki byrjum bara á byrjuninni (held ég) ég var í sumarbústað og fór út að sofa og ég vakna og fer inn í húsið og þar eru allir sofandi svo ég fer aftur út í hús og þar er ég og ég reyni að vekja mig og ég vakna víst held ég og hin ég rís upp og hrekkur til hliðar ég held að ég vakni og þarna sit ég í sjokki þar sem hin ég sat (þetta er rugglningslegt Ég veit) og ég ver að sofa og veit einhverneigin að mig er að dreyma og og brjálast yfir því að fá ekki að sofa svo ég reyni að vakna, en mér tekst ekki að vakna svo ég sit bara þarna þangað til loksins ég vakna er ég dauðauppgefin eins og ég hafi ekkert sofið, svo í Ca 2 vikur gerist ekkert svona en þá gerist þetta aftur með smá bilum. stundum gerist þetta svo oft á einni nóttu ég vakna og vakna og sofna og vakna þangað til að ég veit ekki hvað er ekta og hvað er draumur eða hvað sem þetta er.
Hafið þið lent í þessu?
Veit einhver hvað þetta er?
eða hvernig má koma í veg fyrir þetta?
(ég veit ekki hvort þetta eigi að vera hér eða einhverstaðar annarstaðar á dulspekivefnum svo ef einhver gæti bent mér á betri stað til að setja þetta á væru þær upplýsingar mjög vel þegnar)