Vinkona mín sendi mér einu sinni tölvupóst um miðja nótt því hún gat ekki sofið (ég las það sko ekki fyrr en um morguninn) og sagði mér frá svolitlu.
Ég veit ekki hvort hún hafði verið að ljúga eða ekki en hún hafði verið að passa um kvöldið lítinn krakka.
Og hún segir að krakkinn hafði bara allt í einu farið að grenja og bent á einhvern skáp.
Hún varð náttúrulega drulluhrædd því að sumir segja að lítil börn sjái anda og drauga og eitthvað þess háttar.
OG krakkinn var bara grenjandi þarna og bennti á skápinn

-Mér finnst þetta ógeðslega spúkí


og síðan var það þannig að þegar ég var lítil hlustaði ég oft á hljóðsnældur með sögum á áður en ég fór að sofa.
Þá man ég eftir einni sögunni sem var sögð af gömlum kalli en snældan hét Afasögur, en þá sagði kallinn frá pössunarpíu sem hann hafði einusinni þegar hann var lítill sem hét Lauga - Skrítið nafn :S
og sagði hann að hún gæti séð árur og skrifað ósjálfrátt.
Þetta með að skrifa ósjálfrátt finnst mér mikklu meira spúkí heldur en að geta séð árur.
eins og einu sinni var sögumaðurinn að fara í próf.
Hann bað hana um að segja sér hvort honum myndi ganga vel eða ekki.
Tók hún þá fram blað og blíant og bað hann um að loka augunum og lokaði þeim síðan sjálf skrifaði eitthvað á blaðið, braut það síðan saman og lét hann fá það.
Sagði hún honum að fara upp, læsa að sér og lesa það en hún vissi sjálf ekki hvað stæði á miðanum.
Lauga þessi átti að hafa skrifað illa en það sem stóða á miðanum var skrifað með fallegri karlmannsskrift.
þá stóð eitthvað á miðanum sem ég man ekki, bað hann hana aftur um að segja sér þetta og gerði hún það með örlitlum trega og nokkrum sinnum í viðót þangað til hún sagði að “þeir uppi væri orðnir honum reiðir”.
- hehehe
Þá hætti hann þessu náttúrulega

síðan með árurnar:
Þá var það bara þetta venjulega, en ég ætla einhverntímann að senda inn grein sem stendur í hvað hver litur merkir ef einhver er ekki búinn að því :S

Kv.Bibibest
llamallamallamallamallamallamallamallama