Mig dreymdi einkennilegan draum fyrir ekki svo löngu. Það var þannig að ég var á meðal margs fólks sem ég vissi fyrir víst að væru djöfladýrkendur. Þeir voru allir í svörtu en allt annað var hvítt. Við stóðum í hrúgu í kring um upphækkaðan, kringlóttan pall sem á stóð risastór sprauta með nál. (Stóð á nálinni.) Inni í henni var stelpa, á að giska 18-20 ára, með sítt svart hár og í hvítum kjól. Hún var bundin, og það var líka bundið fyrir augun á henni, og úr munninum á henni lá glær slanga sem leiddi niður og út úr sprautunni. Þá var farið að dæla einhverjum vökva upp um slönguna og upp í stelpuna, ég vissi það einhvern veginn að vökvinn var aðeins þynnri en jógúrt og múrsteinarauður, og var blanda af blóði og einhverju öðru, og að ætlunin var að dæla ofan í maga á henni þar til hann spryngi. Þegar vökvinn kom upp í hana fór hún að berjast um og það blæddi úr henni á grisju sem var á bakvið hana.

Mér finnst pínu skrítið að ég var ekki einu sinni hrædd þegar ég horfði á þetta, ég var spennt, og varð fyrir vonbrigðum þegar ég vaknaði, því ég vildi sjá hvað gerðist næst.

Eh? Einhver sem hefur hugmynd?<br><br>

Einu sinni sagði <a href="http://kasmir.hugi.is/winter“>ég</a> fneehehehehe! Og þá kom fíll og klessti pönnuköku framan í mig.

Lúðvík: ”Hvar er hinn vitleysingurinn?“
Páll: ”Ég veit það ekki“
Lúðvík:”Þegiðu haltu kjafti!"
-Englar alheimsins