Ég er 13 ára stelpa og ég sé meira en annað fólk.
Ég get séð árur og stundum myndar fyrir fólki.
Einu sinni var ég að fara að sofa og ég sá titring í loftinu(sem ég er eiginlega nífarin að sjá), svo sá ég mynda fyrir hettuklæddri konu með ungbarn í fanginu. Mér brá en ég var eitthvað svo yfirveguð, ég hefði haldið að ég myndi skíta á mig en ég bað hana bara um að fara og ég fann að hún var farin. Ég hef oft myndað fyrir fólki horfa á mig þegar ég er uppi í rúmi að lesa. Ég sé líka stundum titring í loftinu.
Ég er frekar hrædd við svona lagað en mér finnst það spennandi.
Mamma sá þegar hún var á mínum aldri en náði að losna við það.
Ég heyri líka oft ef ég er að lesa, eða eitthvað svona rólegt, einhvern segja nafnið mitt.
Ég tek þessu undarlega rólega en svo þegar ég hugsa um það seinna verð ég hrædd. Ég finn oft fyrir einhverjum fyrir aftan mig. Það er sagt að einhver dáinn ættingi fylgi manni oft, ég missti frænku mína fyrir 3 árum. Hún var eins og amma, besta amma í heimi, gæti verið að það væri hún?
Gæti einhver hjálpað mér? Mamma hefur talað við mig en hún vill ekki fara mikið nánar út í það, ég vil fá hjálp, ég gæti kannski gert eitthvað sem ég ætti ekki að gera.
Hjálpið mé