Sæl.
Ég ætla að koma með smá sögu af mér og vini mínum.
þetta gerðist fyrir mörgum árum. við vinirnir vorum
7-8 ára gamlir og vorum einir heima, heima hjá honum.
við skelltum einni af þungarokk plötum bróðir hans á
fónin til að verða töff eins og hann :).
en þegar við vorum búnir að hoppa eins og brjálæðingar
í svona 20 mín þá heyrist allt í einu mjög hátt brot-hljóð.
Ég stökk að tækinu og slökkti á músikinni. Við leituðum um allt hús en fundum ekki neitt. engin merki um brot á neinum hlut.
Við urðum töluvert hissa á þessu, en allt í einu sé ég hvítt
andlit á glugganum stara inn í húsið. Ég sagði vini mínum frá þessu og við drifum okkur út, gífurlega hræddir.
svo þegar út á gangstéttina var komið leit ég á húsið til að
átta mig á þessu. Þá sá ég andlitið í annað sinn en núna var
það inn í húsinu og starði út og í þetta skipti var það svart en ekki hvítt.

Við vinirnir hlupum heim til mín, sem var nú ekki nema nokkrum húsum neðar í götunni og hringdum í mömmu hans í vinnuna og sögðum henni að við værum heim hjá mér, því að við áttum ekki að fara útúr húsinu. Ekkert mál með það. Seinna um daginn fórum við heim til vinar míns og þá var mamma hans alls ekki ánægð. Hún spurði hvernig í ósköpunum við hefðum farið að því að brjóta vasann ? við horfðum undrandi á hvorn annann. við höfðum ekki tekið eftir neinu brotnu en mamma hans sagði að vasin með blómum í hefði dottið niður af eldhúsborðinu og brotnað í marga búta.

Við hefðum tekið eftir þessu þar sem að við leituðum útum allt hús. Eldhúsið er opið og sést eldhúsborðið ef maður horfir frá stofunni(þar sem við vorum að djöflast)

Þannig mín spurning til ykkar er.
Hvað í ósköpunum getur þetta hafið verið ?

kv. Gísli