Um daginn fékk ég þessa hugdettu um litina…..sem margir hafa örugglega fengið á undan mér, kannski hefur verið birt hér grein um það og alles en já svona var þessi hugdetta:

ég segi að sólin sé gul að því að frá blautu barnsbeini hefur mér verið kennt að sólin sé gul, liturinn heitir gulur.
Ég segi að grasið sé grænt því mér var kennt að liturinn væri grænn.

Kanski er sólin hjá þér blá á litin(þú sérð bláan lit sem heitir Gulur af því þér var kennt það) og ég og þú segjum að sólin sé Gul, að liturinn sé gulur en þú sér bláan lit sem er þér gulur og ég sé gula litinn sem er mér gulur.
Það er ekki hægt að sanna að þetta sé svona en spáðu aðeins í þetta þessi síða er grá á litin og þér fynnst það líka en minn grái litur er bara fjólublár og þinn er brúnn.

Vona að þið skiljið hvað ég er að meina, þeð er svakalega erfitt að skrifa þetta..