Undanfarna daga hef ég séð að einstaklingu á þessu áhugamáli finnst gaman að lesa reynslusögur, svo ég ákvað að koma með eins…

Í fjölskyldu minni eru tveir hundar, Jökull og Satan, og eins og flestir vita eru hundar skyggnir eða með fleiri skylnings vit en menn og mörg skilningsvitanna eru miklu sterkari en því miður er sjónin þeirra verri en okkar, en burt séð frá því þá kom afi minn í mat eitt kvöldið og það eina sem var talað um í langan tíma var hvað annar hundurinn minn(Jökull) var alveg hrikalega hræddur við afa. Það hefur verið þannig síðan hundurinn minn fór fyrst heim til afa þegar hann var hvolpur, eina sem hann gerði var að flýja afa.

Þegar að afi fór að spá í þessu sagði hann okkur sögu við matarborðið um bróður sinn sem dó í fanginu hans og hundinn hans, út af einhverjum ástæðum þurfti að lóa hundinum eftir lát eigandans, og ekki var það auðveld aðgerð.(Þetta var bara stuttur útdráttur)

Þá fórum við að spá, bara kenning, að hundurinn sé fylgjan hans afa og að einhverjum ástæðum er honum alveg hrikalega illa við Jökul, en Satan finnur ekki fyrir þessu.

Annað hvort sér Jökull hundinn vera að kveljast eða þá að hundurinn geltir á hann í hvert skipti sem Jökull labbar fram hjá.

Þetta er mín stutta saga og ekki koma með skítaköst, pælið í þessu eins og þið viljið og komið með eigin kenningar en ekki skítaköst…