Einu sinni þegar ég var að passa þá ákvað ég að fara bara að sofa í sófanum þeirra þar sem klukkan var mjög lítið og krakkarnir hvort sem er frekar gamlir og sofandi. þegar ég var alveg að sofna þá heyrði ég að strákurinn þeirra stökk niður úr kojunni og kallaði amma, amma? ég heyrði að strákurinn var í mútum en ég var einhvern vegin ekkert að pæla í því fyrr en soldið seinna og hélt að strákurinn héldi að amma sín væri komin til að passa sig en ekki ég. Ég var samt svo þreytt að ég gat ekki hreyft mig og heldur ekki sagt neitt, var bara frosin. Ég vildi samt segja honum að þetta væri ég en ekki amma hans. En svo kom hann upp að mér og sagði amma, amma og síðan strauk hann mér undir hárinu á hálsinum og spurði: amma ertu kominn með hrukkur? Ég fékk sjúklegan hroll og þegar ég gat farið að hreyfa mig aftur þá þorði ég ekki að fara að sofa. Ef þið haldið að þetta hafi verið draumur þá var það það ekki ég fann að ég var inn í herberginu með lokuð augu og ég heyrði hann hoppa úr kojunni og hlaupa inn í stofuna, ég var líka í sófanum og fann það og þar að auki hefði ég ekki getað lagst upp og ekki þorað að fara að sofa ef þetta hefði verið draumur. Ég hef aldrei lent í neinu þessu líku áður og það hefur aldrei neitt svona skeð eftir mig seinna, hvað haldið þið að þetta hafi verið? og afhverju amma?!?
A witty saying proves nothing.