ég er strákur sem er 17 ára og er ekki skyggn. einu sinni þegar ég var 6 ára lá ég í rúminu mínu og mamma var að lesa fyrir mig bók fyrir háttinn. ég man að ég horfði inn um ganginn á meðan ég lá í rúminu mínu og hlustaði á mömmu mína lesa fyrir mig sögu. sá ég þá alsvartann skugga labba fram hjá hurðinni, þetta var maður en ég sá ekki hvernig hann leit út, þetta var bara skugginn hans. ég var ekkert hræddur en var bara undrandi. þetta er í eina skiptið sem ég held að ég hafi séð eitthvað yfirnáttúrulegt, það er alveg ótrúlegt en ég man þetta alveg. það kemur fyrir að ég fer að hugsa um þetta atvik því ég veit ekki afhverju ég sá þetta. þetta var gamalt hús sem ég bjó í. afhverju haldiði að ég hafi séð þetta, hvað getur þetta verið og afhverju hef ég bara séð þetta einu sinni á ævinni ?