ég er ekki skyggn eða allavega held ekki, en mér finnst ég finna fyrir því þegar einhverjir/eitthvað er í kringum mig þótt ég hafi aldrei séð draug allavega ekki svo ég viti.Ég get td. ekki farið sum hús (yfirleitt gömul). Og líka annað, stundum þegar ég er heima um nótt og ætla að fara fram að fá mér að drekka eða fara á klósettið eða eitthvað, finnst mér ég sjá skugga, einu sinni stóð skuggi af manni fyrir framan mig en hann var samt ekki upp við vegg. Svo var það bara kl hálf 3 í gærnótt sem mér sýndist ég sjá unga konu með tagl ganga út úr herbergi systur minnar og fram í stofu en þetta var ekki systir mín því ég sá að hún var sofandi. Veit einhver hvort ég sé skyggn eða bara ruglaður eða eitthvað eftir þessum lýsingum? getur þetta tengst því eitthvað að mamma, systir hennar og amma voru skyggnar, eitthvað þannig?