ég vil byrja að segja að ég er ekki frábitinn þeirri hugsjón að til sé æðra afl, en ég er eiginlega viss um það að ef það er til þá hvorki skilur það mannkynið né veitir því sérstaka meðferð.

mín skoðun er sú að þessi helstu trúfélög í dag séu annaðhvort sköpuð útfrá trúgirni og/eða mistúlkunum á hinnum ýmsu aðstæðum, því vissulega voru menn talsvert trjúgjarnari á skrítna hluti á þeim tíma sem flest þeirra urðu “til” eða svo að segja til að mynda trúðu menn því að jörðin væri flöt og veðrinu og fleira væri stjórnað að æðri máttarvöldum ásamt fjölmörgum öðrum atriðum.

einnig vil ég benda á þá staðreynd að maðurinn var búinn að vera til í umþb 10-15000 ár áður en nokkrum manni datt í hug að nefna allah eða guð eða slíkt. trúarlega pælinginn sem fæst út úr því er að annaðhvort varð “guð” til þá (sem er í algjörri mótsögn við biblíunna) eða þá að allir fóru til helvítis fyrstu nokkur þúsund árin, allavega trúi ég ekki að fornmenn hafi lifað siðvöndu lífi miðað við staðla kirkjunnar.

svo er það líka það að hvar eru mörkin dregin? fer bara mannskepnan til himna? hvað með hunda hesta osfrv, margir myndu vilja sverja fyrir það að sum dýr amk hefðu sál.. einnig er umhugsanarvert að hugsa um þann gríðalega fjölda manna sem lifað hafa og dáið síðan kristni og önnur trúarbrögð skutu upp kollinum

á 1500-2000 árum hafa engir stórvægilegir atburðir gerst sem skrifa mætti á almættið þó svo trú mannanna segði það um áraraðir, vísindamenn hafa sannað að “guð” stjórnar ekki veðrinu, sjónum, náttúruhamförum né nokkru öðru sem talið var guðleg hefnd og yfirsjón á tímum “ofsatrúar” eins og ég kýs að kalla það

ef mannskepnan er sköpuð í mynd “guðs” hversvegna er hann þá svona helv… illa innrættur, fáar ef einhverjar skepnur jararinnar beita fórnarlömb sín jafnmikilli grimmd og mannskepnan,hvað þá einstaklinga af sömu tegund. óheyrileg grimmdarverk hafa verið framin í nafni trúarbragða og án þeirra.

og að lokum vil ég segja að ef, aðeins ef!!! trúarbrögðin hafa rangt fyrir sér með líf eftir dauðann boðskapinn þá hafa ansi margir látist fyrir málstað sem oftar en ekki er ómerkari en líf einstaklingsins sjálfs í þeirri trú að hagur þeirra myndi jafnvel batna eftir dauðan.