Sko, í september á síðastliðnu ári var ég mjög veik. Fékk allveg rosalegan hita og hausin á mér sprakk. Nei, reyndar ekki, en mér leið þannig. En semsagt, eins og gengur og gerist þegar maður fær mikinn hita þá liggur maður í rúmi/sófa og sefur og vaknar til skiptis. Ég semsagt ligg þarna og sofna, vakna, sofna, vakna og svo frammvegis. Svo mundi ég daginn eftir að ég var alltaf að sjá eitthvað fólk. Best er að segja strax að þú voru allveg heil í gegn, en voru þau grá á litin og ég sá ekki andlitin á þeim. Ég vissi að annað þeirra var amma mín, sem dó þegar ég var 6 ára og hin manneskjan var maður, yngri en amma mín, hærri en hún, og stóð nær mér. Svo voru þau eitthvað að segja við mig. sem Ziera gleymsku-haus man ekki, og ég sagði við þau : “Ekki fara…”
En þau fóru, hitin lækkaði, og seinna um kvöldið var ég komin frammúr rúminu og eigði smá von um líf.

Svo seinna, reyndar ekki núna fyrr en í desember eða janúar, fór ég að pæla í þessu og datt í hug að maðurinn gæti hafa verið verndarinn minn.
Er hugsanlegt að það sé rétt..?

Ég kýs að trú því, þótt ég viti að þetta er líklega bara af því að ég var með hita.