Það hefur nýverið mikið af því að sýna ljósmyndir þar sem draugar koma við sögu. Það er mikið búið að vera að sýna mér þetta á msn og líka ein á batman.is. Það hafa líka margar svona myndir verið sýndar hér á huga á þessu áhugamáli. Sannarlega virðast margar þeirra raunverulegar en auðvitað eru líka margar gervi. Ég trúði þessu alveg í botn þar til ég fór að hugsa út í þetta. Með mörgum þessa mynda fylgir texti sem segir að draugurinn hafi ekki birst á myndinni fyrr en við framköllun. Þá fór ég líka að pæla afhverju ljósmyndarinn var eiginlega að taka mynd af horni í íbúð, taka mynd af dyrum, taka mynd af stigahandriði o.s.frv. Allt í lagi segjum sem svo að ljósmyndarinn hafi tekið mynd af draugnum. Ef ég væri í þessum aðstæðum, t.d fyrir framan stiga með draug beint fyrir framan nefið á mér væri ekki það fyrsta sem ég gerði að taka mynd, heldur öskra af skelfingu og panikka. Kannski hef ég bara öðruvísi hugsunarhátt. Kannski eru þessar myndir alvöru, kannski ekki. En þetta gengur á milli á netinu og allir sýna öllum þetta og allir trúa þessu. Við ættum kannski að pæla svoldið í þessu fyrst…