Ég er búinn að velta fyrir mér í svo langann tíma hvað þessi regla er. Er þetta einhverkonar sértrúarsöfnuður eða eru þetta nútíma “Riddarar Hringborðsins” eða hvað? Frímúrarareglan á Íslandi var stofnuð þann 23. júlí árið 1951en fyrsta frímúrarastúkan var stofnuð hér á landi 6. janúar 1919. Þessi regla nær útum allann heim og í bókunum um regluna er talað um hverjir eru í henni en aldrei talað um hvað er gert eða hvers vegna hún var stofnuð eða neitt. Í nýjustu bók þeirra er fjallað um að það sem fer fram á þessum fundum myndi ekki vera jafn þýðingamikið ef að allir vissu hvað það væri“Leyndin sem yfir fundarsiðunum hvílir má segja að helgist fyrst og fremst af því að ef þeir væru öllum kunnir myndu fundir missa marks að verulegu leyti. Hér á landi er starfað eftir hinu svokallaða sænska kerfi en grundvallaratriði í því er að innsækjandi í regluna játi kristna trú.”. Reglurnar skiptast í Landstúkur, stórstúkur og síðan heita þær eitthvað sérstakt t.d. heitir ein St.Andrésar stúkan(margar stúkur bera nöfn dýrlingana)og er hún í Helgafelli. Hér á Akureyri er stúka sem heitir Stúartstúkan og í Rvk er stórstúka. Stjórnandinn sem hefur yfirráð yfir öllum stúkunum er kallaður stórmeistari og hann heitir Sigurður Örn Einarsson. Hver stúkar hefur kjörorð og ert þau mörg hver á Latínu: SUB SPECIE ÆTERNITATIS, VIA CRUCIS VIA LUCIS, LUX VERITATIS ALIT ALTARE TEMPLI, PULSATE ET APERIETUR VOBIS, IN CORDE ET AINMO UNUM, UT OMNES UNUM SIN(U)T, QUERITE ET PUVENIETIS, VERITAS LIBERABIT, CARITATE, FIAT LUX, EXCELSIOR. Ef einhver hefur aðgang að Latínu orðabók vill hann þá vera svo vænn að þýða eitthvað af eftirfarandi og finna einhverskonar samhengi? Einnig hafa verið gerðir skildir og hringar handa hverjum meðlim. Afi minn er í reglunni og hann á hring sem er merktur allskonar stöfum og skjöld sem er með merkjum frumefnana. Margir frægir eru í reglunni og eru það m.a. menn sem stjórna heiminum. Eru þeir allir mindless Zombies sem að hittast dag eftir dag til að brjálaður Satanisti gefi þeim skipnanir um hvernig landið eigi að byggjast? ;)