já þessir dýradraumar mínir eru ekkert að hætta þessa dagana sem mér finnst skrítið en stundum dreymir mig það sama í heilar vikur, nótt eftir nótt. í sumar þegar ég var á njálstöðum að vinna í sveit fékk ég hræðilegar martraðir, 7 daga í röð og þetta var bara viðbjóður en ég fer ekkert út í þá sálma núna.
í nótt dreymdi mig ragnarrök. ég var staddur úti á landi á tjaldstæði og sá einhver ljós í gegnum tjaldið. þegar ég kom út var helling af fólki og það voru eldtúngur í öllum himninum og ég sá milljón stjörnur og ég sá líka allar stjörnurnar í sólkerfi okkar, sem sagt, júpíter, mars, satúrnus og allar þær stjörnur eins vel og við sjáum tunglið. það var líka helling af loftsteinum sem voru þjótandi niður á jörðina. þegar ég var komin heim í reykjavík var ég síðan staddur hjá pabba mínum og ég heyrði helling af dynkjum frá loftsteinum. ég oppnaði dyrnar að svölunum og úti voru norðurljós úti um allt. síðan heyrði ég allt í einu stóran dynk á þakinu mínu. þetta var loftsteinn sem var sirka einn meter í þvermál. þegar hann spúndraðist á þakinu runnu afgangarnir niður þakið og á svalirnar og þessir loftsteinar voru hvítir og fitugir, eins og snjór. það var skrítið að koma við þetta því þetta var létt og mjög skrítið efni. ég spurði síðan einhvern stjörnufræðing hvort allir myndu deyja en hann sagði að þetta myndi líða yfir eftir smá stund og að engin myndi deyja. man líka að ég var með nokkrum vinum mínum í tjaldinu og þeir voru hágrátandi.
hver veit nema ragnarök séu á næsta leiti, hver veit ?
hvað þýðir þessi draumur annars ?