Hve oft þarf að sanna Framlíf ?
Þessi orð koma í hug mér er ég lít yfir þá vinnu sem lögð hefur verið í þetta málefni s.l. 150 ár. Eftir því sem athugun minni lýður fram, er þetta yfirgripsmikla mál orðið það umfangsmikið og snertir svo marga fleti náttúrunar að ég var lengi vel ekki viss í hvaða efnisflokki best er að ræða þetta tiltekna mál.
Undir hvaða lið þarf umræðan um framlíf að vera, dulfræði, sálfræði. Siðfræði, líffræði, eðlisfræði, heimspeki, stjarnfræði, jarðfræði.
Tilvitnun úr Morgni júní 1948. “ margir hinna lærðustu og vitrustu manna í menntuðum heimi manna, sem vanir eru að vega orð sín á hárfínum vogarskálum, fullyrða að fyrir þessu séu ekki aðeins margfalt sterkari sannanir en fyrir nokkru því, sem vísindin láti sér nægja í öðrum efnum.” Úr fyrirlestri í stútentafélagi Reykjavíkur.
Hvað margir og hverjir skulu setja nafn sitt við niðurstöðuna um að framlíf sé sannað, að mark sé á takandi. Fjölmargir menn, fremstu menn helstu menningarþjóða samtímans hverju sinni í eina og hálfa öld, telja hver fyrir sig, sumir af persónulegri könnun og ekki síður þeir ströngustu fræði og vísindamenn fyrr og nú, að kannanir þeirra og niðurstöður segja að maðurinn lifir þótt hann deyi. Helstu þjóðir sem helst stunduðu rannsóknir á áreiðanleika þessa fyrirbæris eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Ítalía og Þýskaland. Ekki var mannvalið af lakara taginu þar voru settir til verks gáfuðustu menn þjóðanna og niðurstaða þeirra undantekninga lítið þessi, framlíf er til. Þeir töldu það sannað. “ Ég er fullur af eftirsjá og iðrun, að ég skyldi áður hafa barist svo þráfaldlega gegn möguleika hinna spíritistisku fyrirbrigða.” Sagði einn af mestu vitmönnum sinnar þjóðar eftir aralangar rannsóknir. Til Íslands kom þessi hreifing um aldamótin 1900 og einhverjr rannsóknir hafa farið fram í byrjun aldarinnar og síðar. Við teljum okkur þekkja frægustu nöfnin sem hafa gefið sig fram til að sinna þessu málefni. Eftir að Þórhallur fór með þetta málefni í sjónvarpið og gerði þetta opnara og aðgengilegra og svifti hulunni þar með af þessu fyirbæri, fór að heyrast sá tónn að þarna væri eitthvað slæmt á ferðinni og í mesta tilviki stórkostleg blekking. Tilefni þessara vangavelta minna er einmitt viðbrögð fólksins, þeirra sem hrópuðu hvað hæst um að þetta væri della osfv. Hljóti að vera byggt á lítilli þekkingu á eðli málsins. Spurning mín er eins og hún er sett fram hér að framan er eins einföld og kostur er. Mér nægir ekki svarið mér finnst heldur vil ég frekar fá svarið ef satt er.