Stundum þegar ég er ein í herbergi og jafnvel stundum með öðrum, líður mér eins og einhvað sé að fylgjast með mér og sé fyrir aftan mig. Það er furðuleg tilfinning stundum er ég hrædd við það en stundum finnst mér gott að hafa þessa veru þarna. Stundum er líka eins og veran sé að reina að seiga einhvað við mig.

Ég finn mikið fyrir þessu á stað sem heitir Úlfljóstsvatn sem er staður sem ég fer mikið á oftast í skátaútilegur.(Og stundum á örum stað sem kallast Arnarsetur sem er skátaskáli líka.) Í myrkri er alltaf eins og margar verur séu fyrir aftan mig. En veran sé að hvísla einhverju en ég skil það ekki. Allt þetta gerir mig hrædda. Svo heyri ég alltaf greinilega eitt orð en skil það ekki. En þá annaðhvort brotna ég saman eða jafnvel fyllist hugrekki.

Ég hef aldrei sagt neinum frá þessu og vonast eftir ráðum frá ykkur hér á huga.