Mig langar að sýna ykkur sögu um bíl sem er táknræn um viðhorf spíritismans varðandi framhaldslífið og samband sálar og líkama.Þetta er hluti greinar eftir Séra Svein Víking sem birtist í tímaritinu Morgun
45.árg, 2.hefti
Júlí- Desember 1964.


Ég stóð við stofugluggann heima ásamt konu minni.Þá sjáum við allt í einu, að bíll kemur eftir götunni og nemur skyndilega staðar við garðshliðið. Hann hafði raunar ekið mjög gætilega,sveigt úr vegi fyrir öðrum bíl og flautað á krakka,sem álpast hafði út á götuna. Nú stóð hann þarna grafkyrr við hliðið og virtist með öllu dautt á vélini og á rúðinni var einhver móða, svo við sáum ekki bílstjórann í gegnum hana.
Hvað á nú þetta að þýða? segi ég. Bíllinn stendur þarna eins og klettur á miðri götu, og enginn bílstjóri sjáanlegur. Varla hefur bíllinn ekið alveg sjálfkrafa og haft jaframt vit á því að víkja úr vegi og flauta á krakkann?
Konan mín brosir og finnst þetta víst ekki svara vert.En nú er ég orðinn æstur. Ekki dugir að láta bílinn vera þarna lengi , á miðri götu. Svo ég segi við konuna: komdu með mér og gáum að, hvort nokkur bílstjóri er í bílnum.
Við leggjum af stað . Og viti menn! Bílstjórinn sést hvergi. Steindautt á vélini og bíllinn orðinn kaldur.
Þarna sérðu! segi ég. Það hefur enginn bílstjóri verið í bílnum. Hann er ekki til.
En þá brosir kona mín aftur og segir:Mikið barn ertu! Bílstjórinn hefur bara farið úr bílnum og skilið hann eftir, vegna þess að eitthvað hefur bilað í vélinni og hann ekki komið honum í gang .

Ég held satt að segja, að hún hafi haft rétt að mæla, átt að minnsta kosti sennilegustu tilgátuna.


Haldið þið það líka?