Mér finnst þetta frekar skrítið en :

Ég hef oft og mörgum sinum séð svona bara eitt venjulegt ( sem gerðist bara einu sinni ! ) atvik eins og að kennarinn minn taki upp blað og lesi kannski upp : “Jæja flettum á bls. 31”.
Mér finnst eins og það hafi gerst áður stundum!

Ég ætla líka að nefna annað dæmi ef hitt var frekar óskiljarlegt:

Þegar ég byrjaði í skólanum í haust þá byrjaði ný stúlka , ég hafði aldrei séð hana áður og strax í byrjun urðum við mjög góðar vinkonur .
Á 2 degi skólans sátum við saman og allt í einu beygði hún sig niður til að sækja bækur í skólatöskuna og mér fannst eins og þetta hafði gerst áður!

Er þetta frekar algengt?
Ég get nefnilega nefnt um 10-20 atriði í viðbót um þetta!!

Hvað finnst ykkur??