Þetta er soldið óþæginlegur draumur en ég veit ekki hvort þetta þýðir eitthvað mikið..

Ég er á stað sem ég hef einhvernveginn alltaf ímindað mér eins og staðurinn sem jesús á að hafa verið krossfetsur á.. Ég sit fyrir framan stóran hól(himininn er frekar grár, þrumur og eldingar, en samt ekki rigning, hlír vindur).. anyway, ég sit þarna og er svoleiðis illa grenjandi og bara get ekki hætt, og svo stend ég upp og himininn verður svona frekar rauður og reini að þurrka tárin burt en þá verða hendurnar á mér blóðugar og ég lít niður á fötin mín (þetta var svona eins og grænn kyrtill bundinn um mittið með einhverju bandi/efni) og þau eru öll blóðug líka. Svo lít ég aftur upp og þá er hellingur af fólki í kringum mig og þau eru öll að reyna að snerta mig. Ég verð hálf hrædd og hleyp í burtu. Svo man ég eiginlega ekkert frá því.. En svo er ég komin inn í hús þar sem einhver lítil stelpa í hvítum kjól með bleik blóm í hárinu kemur til mín og leiðir mig inn í herbergi þar sem er búið að “krossfesta” vini mína við veginn. ég fer til bestu vinkonu minnar og og set höndina á ennið á henni og það byrjar að blæða úr andlitinu á henni..þá labba ég í burtu og til (x)kærasta og hann horfir á mig og brosir.. ég faðma hann fer.. svo man ég ekki meira..
Þegar ég var ungur..