Þetta er fáránleg könnun:
Dýrkar þú djöfulinn?
1)ég veit það ekki
2)já, er gothic semsagt
3)nei sénsinn

Það er semsagt verið að segja að allir sem dýrka djöfulinn tilheyri þessu gothic tískufyrirbæri; gangi í svörtum fötum, máli sig hvíta í framan, hlusti á Marilyn Manson (eða séu aðeins gáfulegri og hlusti á Cure, Joy Division, Einstürzende Neubauten o.fl.), horfi mikið á hryllingsmyndir og hafi gaman af kvikmyndinni The Crow, lesi miðalda-, ævintýra- og hryllingsbókmenntir, og umfram allt haldi mikið upp á gotneskar kirkjur og kirkjugarða. Gothic er nefnilega nafn á byggingarstíl kirkja á miðöldum, en þær voru oft nokkuð drungalegar og voru skreyttar verndardjöflum, s.k. gargoyles. Frægasta gotneska kirkjan er e.t.v. Notre Dame í París.

En hvar kemur djöfullinn inn í þetta? Af hverju er það sjálfgefið að allir djöfladýrkendur tilheyri þessu goth tískufyrirbæri? Og svo er jafnvel ennþá fáránlegra að halda að það gangi í hina áttina, að allir gotharar séu djöfladýrkendur. Því eins og ég sagði hlaut þessi stefna nafn sitt vegna dálætis á kristnum kirkjum miðalda, ásamt pælingum um dauðann og dekkri hliðar mannlífsins, en kristnir á miðöldum voru einmitt uppteknir af slíkum pælingum í miðri svartadauða-plágunni og biðu í ofvæni eftir heimsenda. Einnig má segja að kristna trúin hafi orðið til upp úr heimsendapælingum og bölsýnisspám Krists en margar af hans kenningum byggjast á því að heimurinn sé að farast. Þannig að þessi stefna er alls ekki ósamrýmanleg kristni. Ég þekki t.d. einn heittrúaðan prestsson erlendis sem aðhyllist þessa goth-stefnu í tónlist og klæðaburði, og hann benti mér á tónlistarmenn sem byggja mikið á miðaldamenningu og drunga en eru andlega þenkjandi og alls engir djöfladýrkendur.

Jæja ég nenni ekki að eyða fleiri orðum í þetta, en sá sem samdi könnunina hefði alveg mátt sleppa þessari gothic viðbót og hafa svarmöguleikann Já. Auk þess finnst mér að stjórnendur hefðu átt að hafna könnuninni. Þeir hafa nú hafnað öðru eins, sem meiri vinna hefur verið lögð í.