Er að spá í hvort ég sé alveg búinn að missa mig hérna.

Ég á hund sem lá í andyrinnu um daginn og síðan allt í einu bara upp úr þurru rýkur hún á fætur og kemur á sprettinum inn tíl mín og horfir bara niður í andyrri úr herberginu mínu og var ekkert í ró sinni fyrr en seint um kvöldið, fór ekkert aftur þangað.

Síðan fór ég í veiðiferð fyrir stuttu á gæsaveiðar, lögðum bílnum við veginn og löbbuðum eflaust nokkra km að einhverju vatni þarsem við töldum að væri fínt svæði, reyndar kom annað í ljós og sáum við ekkert nema 3 álftir á þeirri leið en jæja, við sátum þarna einhverstaðar á þúfu bara in the middle of nowhere með bara sléttlendi á hægri hönd næstu 3-4 km og einhvern smá hól á hægri hönd í svona 500 m fjarlægð kannski. Heyrum við hljóð, eins og það sé hestur að ‘hnerra’ ef þið skiljið hvað ég á við og við rjúkum á fætur en sjáum ekki neinn skapaðan hlut og bara byrjum að labba til baka enda orðið allt of dimmt til að skjóta eitthvað. erum að labba til baka að bílnum þegar félagi minn finnst hann sjá eitthvað svart skjótast einhverstaðar smá spöl frá honum en sagði að hann gæti reyndar vel bara verið að ímynda sér þetta, gekk ferðin annars vandræðalaust fyrir sig fyrir utan þetta.

Er svona að spá í hvað þetta gæti verið því þetta var ekkert hestasvæði, sáum engin för né skít.

Er með svona rosalega lítið hjarta hérna að það má ekkert svona gerast og þá er ég alveg bara orðinn taugaveiklaður

Foreldrar mínir halda einmitt að það sé eitthvað hérna í húsinu, gamall eigandi sem er látinn eða eitthvað, gæti það hugsanlega tengst hunda atvikinu veit ég ekkert um, veit enda ekkert um svona :) Finnst ég bara alveg vera tapa geðinu, liggja upp í rúmi og finnst alltaf eitthvað leiðinlegt andrúmsloftið alltaf svona hálf smeykur, enda sjáið hvað tíminn er þegar ég skrifa þennan tíma