Þessi saga er byggð af samsögulegum atburðum í Hafnarfirðinum.

Það var maður sem lenti í bílslysi fyrir sonna 7 árum og komst ekki lífs af. Hann átti heima í íbúð í Hafnafirðinum sem var seld síðan annari fjölskyldu sem er víst mitt skyldmenni. Þau hjónin eiga tvær dætur, ein er 4 ára og heitir Bryndís en hin er 2 ára. Um næturnar svaf Bryndís alltaf illa og mamma hennar heyrði hana alltaf tala mikið í svefni t.d. “þú mátt ekki gera þetta”sagði Bryndís oft í svefni. Bryndís hefur bara verið kölluð Bryndís en ekki Dísa eða eitthvað þannig. Einn góðan veðurdag segir Bryndís mömmu sinni að það er alltaf einhver maður inni í herberginu hennar á næturnar. Mamma hennar trúði henni nátturulega ekki en þá hélt Bryndís áfram að segja, “hann kallar mig alltaf Dísu og ég vill ekki að hann kalli mig Dísa”sagði Bryndís, eins og ég bar fram kallar hana enginn hana Dísu og hefur aldrei heyrt það nafn. Svo heldur hún áfram að segja við mömmu sína, “Hann sest allaf á rúmið mitt gerir alltaf svona við mig og ég vill ekki að hann geri svona við mig né að hann sest á rúmið mitt” og hún stríkur á sig hökuna og segir að maðurinn gerir alltaf svona við sig. Mamma hennar var farin að trúa henni og Bryndís segir líka að hann er alltaf að spyrja hana hvort hann mætti búa með henni en hún segir neit því alltaf við manninn. Þetta var alltaf að ské margar nætur og þá gefst mamma hennar upp og kallar á prest og segir honum að koma til sín. Presturinn kemur og talar við stelpuna og byrjar að gera eitthvað. Svo var einn gott kvöld að pabbi þeirra var að passa litlu stelpurnar og hann finnur allt í einu fyrir miklum kulda inni í húsinu. Hann stendur upp með ónotalega tilfinningu og fer að gá hvort að einhver gluggi væri eitthvað mikið opinn en svo var ekki, enginn gluggi var opinn nema einhver lítill gluggi inni í klósetti en þar var lokuð hurðinn þegar kuldinn kom. Hann byrjaði að leita að einhverju inni í húsinu en fann ekkert þar, þannig að hann lét lítið á standa. Svo eftir það var enginn draugagangur í húsinu.

Þetta er nokkuð dularfullt. Litlu stelpurnar voru einu í fjölskyldunni sem sáu manninn (drauginn) en ekki mamman og pabbinn. Sagt er að litlir krakkar eru oftast skyggn en það fer með kynþroskanum er sagt en getur komið síðan aftur. Ég held að presturinn hafi rekið hann út úr húsinu og Bryndís segir að draugurinn er farinn og Emelía er núna orðin 3 og hún segir ekki sjá neinn mann núna.