Mig dreymir alltaf rosalega mikið, og man draumana mjög vel, þeir eru oftast eitthvað furðulegir en þessi var rosalega skrýtinn, hann var líka svo skýr. Hann náði aldrei svona martraðarstigi samt.

Mig dreymdi að ég sat inn í pínulítilli skólastofu, í gömlum og slitnum hægindastól. Það sat einhver við hliðina á mér, en ég vissi aldrei hver það var. Það voru þungar gardínur fyrir gluggunum, en einn glugginn var opinn. Svo allt í einu kom fugl fljúgandi inn. Hann var svipaður og hrossagaukur að stærð, sama bygging, með eins gogg en öðruvísi fætur. Hann var mjög dökkur með bláan blæ yfir sér, svipaður litur og á safír. Það stóðu nokkrar fjaðrir upp úr hausnum á honum, grannar og frekar stuttar, með sama bláa blæ. Hann flaug inn og settist á stólarminn hjá mér. Ég ætlaði að segja manneskjunni við hliðina á mér af fuglinum en tók þá eftir augunum í honum. Þau voru alveg gulllituð og ég gat ekki slitið mig frá þeim. En allt í einu gargaði fuglinn, skerandi hljóð sem að meiddi eyrun, en það var samt eitthvað við það og ég vildi ekki að það hætti, og flaug aftur út. Ég hljóp að glugganum en þá var hann farinn.
Ég snéri mér frá glugganum og var þá allt í einu komin í einhverskonar frumskóg, nema að það var ekkert grænt í honum. Ég gekk eitthvað og sá enga lifandi veru aðrar en plöntur. Svo heyrði ég allt í einu í fuglinum aftur og hljóp í áttina að hljóðinu. Það var stöðuvatnspollur, og það voru 4 dýr í vatninu. Fyrst hélt ég að það væru flóðhestar, en þegar ég kom nær sá ég að allt vatnið var rauðlitað, eins og af blóði, það var líka þykkt og það bubblaði í því. Dýrin í því voru ógeðsleg, með skrýtna gráa húð sem var sprungin sumstaðar og eitthvað svart lak þaðan. Þeir voru með ógeðslegar tennur og froðu í munnvikunum og og það lak rautt úr svörtum augunum. Ég varð virkilega hrædd, þetta voru kvikindi eins og í verstu hryllingsmynd. Svo sá ég fuglinn fljúga fyrir ofan vatnið en allt í einu kom ör úr skógarþykkninu og skaut fuglinn. Hann hrapaði niður í vatnið með örvæntingafullu skræki og kvikindin rifu hann í sig. Ég varð alveg hysterísk af einhverjum ástæðum og fannst eins og einhver væri að drepa mig.
Þá hvarf allt og ég heyrði einhverja rödd segja fullt á tungumáli sem ég skildi ekki. Hún var orðinn krefjandi og var eins og hún væri að reyna að segja mér eitthvað mikilvægt en ég skildi það ekki. Þá vaknaði ég.

Fannst þetta frekar skrýtinn draumur, vet einhver hvort hann þýðir eitthvað? Engann heimsendi takk :) <br><br><font color=“#FF00FF”>*-*-*-*-*-*-*-*-*</font>
Þeir segja að drukknun sé mjög kvalalítill dauðdagi…Hvað gerðu þeir? Spurðu þá drukknuðu?

<font color=“#008000”>Ef þú fellur fram af hömrum gætirðu alveg eins kennt sjálfum þér að fljúga á leiðinni niður.</font>

<a href="http://kasmir.hugi.is/Ama">Ekki fara hingað ef þú skemmtir þér núna, alger mood-breaker</a>

Draumar eru myndir…
úr bókinni sem að sál þín er að skrifa um þig.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche