Draumurinn byrjaði þannig að fullorðinstennurnar mínar voru að losna. Svo var ég allt í einu að fara í ferðalag til útlanda með krökkunum úr 8,9 og 10.bekk en það voru líka einhverjir frá Skaganum líka, þar á meðal Villa. Ég fór að taka eftir því að það var allt orðið mjög svo tæknilegt. Þetta var frekar líkt geimskipi heldur en flugvél sem við fórum inn í. Á leiðinni þegar ég var að rölta um skipið þá fannst mér eins og einhver væri að elta mig og ég forðaði mér inn í eldhúsið og sagði stelpunni sem var að elda frá því. Og svo þegar ég beygði mig til vinstri og kveykti ljósið þá spurði ég hana: ,,Af hverju voru ljósin slökkt?” og þegar hún svaraði ekki þá tók ég eftir því að hún var horfin! Ég kallaði á krakkanna alveg dauðhrædd og við leituðum út um allt en við fundum hana ekki. Við lentum svo á risastóru túni og þegar allir voru komnir út úr vélinni sáum við að það var að myndast fellibylur rétt hjá okkur og allt í einu var ég komin upp í loftið og hrapaði mjög hratt niður. Ég sá flugvél detta í sundur og fullt af fólki með bútum hröpuðu niður. Ég lokaði augunum og hugsaði: ,,Þetta getur ekki verið að ské.” Svo var ég allt í einu komin heim og amma og mamma voru þarna. Ég fór til þeirra og mamma sagði við ömmu: ,,Ég er með úldin marblett á hælnum og það er eins og það sé ekkað inn í honum því að hann kemur svona út úr hælnum eins og kúla.” Mamma sýndi okkur marblettinn og allt í einu kom ekkað fljúgandi fyrirbæri að glugganum og ég spurði hvað þetta væri. Amma: ,,Þetta er tæki sem ræðst á alla þá sem eru með málmbút inn í sér.” Fyrirbærið reyndi að komast inn um gluggan en við ýttum því út aftur. Svo komu einhverjir gaurar og voru með ekkað tæki sem blár geisli kom út úr. Þeir geisluðu á hausin á mömmu og ömmu en ég faldi mig á bak við sófan. Mamma og amma urðu dasaðar. Þeir virtust hafa verið að hirða einhverjar ákveðnar upplýsingar. Ég sá að þeir fóru inn í annað hús og gerðu það sama. Ég ákvað að hitta Villu og fór inn í ekkað risastórt hús. Villa og fleirri krakkar voru með litlar vasatölvur. Ég spurði Villu: ,,Hvað eru allir að skoða?” Villa: ,,Það var verið að senda okkur póst með lagi.” Ég kýkti á póstin minn og sá að það var ekkert nafn á laginu og mig langaði til að vita hvaða lag þetta var. ,,Ekki hlusta á lagið! Það fær mann til að gleyma…” byrjaði Villa að segja en ég hafði þegar ýtt á PLAY og ég heyrði lagið: killing me softly! Ég stoppaði í miðri setningu og sagði: ,,Ég fann ekki fyrir neinu, ég hef hlustað á þetta lag svona hundrað sinnum en aldrei fundið fyrir neinu!” Villa: ,,Kannski ertu ónæm fyrir því.” Villa virtist vera dösuð og allt í einu sá ég svartklædda menn hlaupa í áttina til mín. Ég fattaði strax hverjir þetta voru því að þeir voru með tækja vopnin (sem að blái geislin kom út úr). Ég hljóp eins hratt og ég gat heim. En ég var rétt svo komin þegar annar maðurinn kom hlaupandi. Ég stökk um leið og ég sá hann ofan í stórt kar. Þar var lítill kvalur og ég sinnti mikið með honum (svona eins og til að reyna að vinna traust hans). Ég sá að maðurinn var farinn hinum megin við húsið og ég fór upp úr karinu og bað hvalinn um að hjálpa mér. Þá sagði hvalurinn: ,,Tak af þér tvo af þínum sterkustu putta og réttu mér þá.” Ég: ,,Ég get það ekki!” Ég hörfaði inn í eldhús. Þar sem mamma var að skera niður grænmeti. Hvalurinn elti mig inn í eldhús og sagði: ,,Ef að þú getur það ekki þá verð ég að gera það!” Hvalurinn gekk í áttina til mín og ég hörfaði: ,,Nei,nei.” Mamma: ,,Þetta er allt í lagi. Ég skal bara gera það!” Hún reyndi að brjóta þá af sér en gat það ekki, svo að hún tók hnífinn og byrjaði að skera þá af sér. Ég greip um eyrun og öskraði: ,,NEI!!” Svo vaknaði ég allt í einu og var vakandi í smá tíma. En svo sofnaði ég aftur og þá gekk ég til mömmu, þar sem niður skornir puttarnir voru. Ég tók puttanna og rétti hvalnum þá. Einn mannana kom hlaupandi og hvalurinn fór til hans og lét fingranna hennar mömmu koma við hann og þá varð hann allt í einu rauður og hvarf. Svo var ég allt í einu komin fyrir framan herbergið mitt og einhver vinur minn kom hlaupandi og sagði:,,Passaðu Þig!” En allt í einu var hinn mannana kominn og hann gekk ógnandi að vini mínum sem hörfaði aftur fyrir sig í stól. Þá greip maðurinn spegil sem var þarna rétt hjá og ýtti honum á hálsin á vini mínum og hann varð meðvitundalaus. Svo gekk hann í áttina til mín með spegillinn og sagði ekkað við mig. Ég kom auga á sverð á veggnum, náði í það og stakk því í spegilinn en sverðið bognaði bara og þá var ég allt í einu komin með hníf í hina hendina og stakk honum í mannin á bak við spegilinn og hann hvarf eins og hinn maðurinn. Svo vaknaði ég!
Miss mistery