Það að vera skyggn er mjög áberandi í fjölskyldu minni, þó ég hafi lítið fundið fyrir því en mig langar aðeins að segja ykkur frá því hvernig lang-amma mín var.

Hún bjó uppí sveit í biskupstungum ásamt langafa mínum.
í hvert skipti sem hann fór út vissi hún hvar hann var og með hverjum þegar hann kom heim, hún fann það á sér ef hann var að veikjast og þá hringdi hún í frænda minn og bað hann að gista hjá sér afþví að langafi væri að veikjast. Svo hann gæti keyrt hann uppá sjúkrahús ef þetta yrði alvarlegt.

Hún fann á sér þegar það voru að koma gestir og þessvegna var hún alltaf að baka pönnukökur eða að taka kökuna úr ofninum þegar fólk kom til hennar.
Hún sá líka fólk og talaði stundum við það var eikkað að skammast í fólki…
það sögðu margir að hún hafi bara verið eitthvað skrítin að þykjast sjá fólk en ég trúi þessu vegna þess að afi minn er líka eitthvað skyggn. t.d vissi hann það fyrstur að ég væri ólétt
hann hringdi allt í einu í mig og spurði hvort ég ætti von á barni og þa vissi það enginn nema ég, ég var ekki einu sinni búin að segja foreldrum mínum það´þá…

ef þið kunnið einhverjar svona sögur endilega segjið mér þær
kveðja Bykkja
steinka