Undir duldýrafræðigreinina falla dýr sem alls ekki eru ófreskjur en allar ófreskjur teljast til dulinna dýra. Mörg dæmi eru til um dýr sem enginn hafði hugmynd að væru til en skutu svo óvænt upp kollinum. Meðal frægra slíkra má nefna pandabjörninn og górilluapann, dýr sem aðeins hafa verið þekkt vísindalega í rúma öld. Einnig má nefna dýr sem talin hafa verið útdauð, eins og fiskinn coelacanth (á íslensku bláfiskur) en hann fannst sprækur á lífi eftir að hafa verið „fjarverandi” í um 65 milljón ár.