Halló halló ! Ég fór á bókasafnið í dag, (sem er ekki mjög óvenjulegt)…. Ég var að athuga hvort einhverjar áhugaverðar bækur væru á safninu og rakst þá á bókina : Rúnakvæði og Rúnatal, ég ákvað að fá bókina að láni og hélt svo heim á leið. Þegar ég var komin heim opnaði ég bókina og byrjaði aðeins að blaða í henni, á blöðunum voru furðulegustu teikningar sem ég hef séð.. Ég hef kunnað fuþark stafrófið utanað í rúm 4 ár og fannst þetta heldur skrýtið því að þessi bjánalegu tákn hétu öll það sama og fuþark rúnirnar (fé, úr, þurs….) af þessum 16 rúnum sem voru í bókinni voru 6 rúnir sem ég hafði aldrei séð áður, þær hétu réttum nöfnum en voru teiknaðar í allt öðruvísi útfærslum en ég hafði nokkurntímann séð. Ég veit að það eru til margar úrfærslur af flestum rúnunum en þær sem ég þekkti voru ekki teknar fram ! Þú langar mig til þess að spurja ykkur lesendur góðir… getur verið að þetta sé allt rétt og ég hafi ekki vitað, eða er þetta rangt hjá höfundinum (Björn Jónasson) ???Endilega reynið að finna þessa bók, þetta er reyndar nokkursskonar kver, þetta er bara lítið og þunnt.

A.t.h. Aftarlega í bókinni er “bókalisti” sem ég held að sé heimildarskrá… og þar eru aðeins nefndar 3 íslenskar bækur af 16 bókum sem eru á listanum !!