Fyrir nokkru síðan dreymdi mig að ég færi til helvítis. Sá draumur var svona: Það byrjaði með að ég var á svona heimili fyrir fatlaða. Það var allt hvítt þar inni og lítið. Ég var þar með einhverju fólki sem ég þekkti í draumnum en ekki í alvörunni og ég var mjög hamingjusöm og þótti vænt um alla í kringum mig. Þá var ég dregin niður til helvítis. Ég man ekki alveg hvernig það leit út en það var mikið af háum klettum og stórar djúpar sprungur. Ég man ekki alveg hvernig þetta var en ég virtist vera yngri en ég er núna. Svona u.þ.b. 9 ára (ég er 13 ára núna). Þá þótti mér ekki vænt um neitt nema dúkkuna mína sem ég var með í fanginu. Ég sá fólk sem var voða fölt og einhvernveginn tómt(get ekki líst þessu betur) og enginn veitti mér athygli. Svo man ég að ég sá Dauðann, þú veist, beinagrindina með hakann. Svo man ég líka að ég var sett inní svona faraó-kistu og hent inní svona sprungu.

Ég trúi ekki á helvíti en ég væri alveg til í að vita hvað þetta þíðir.

p.s. fyrirgefið allar stafsetningarvillur. <br><br><a href="http://kasmir.hugi.is/lilia">!!!ALLIR AÐ SKOÐA SÍÐUNA MÍNA!!!=D=D</a