Mig langaði að deila með ykkur forlagatrú minni (nei, þetta er ekki trúboð hjá mér… Þetta er bara til þess að fá skoðanir, álit og vekja athyglisverða og líflega umræðu).

Ég trúi því að hver manneskja eigi sér sín örlög.
Ekki að ALLT sem maður gerir hafi einfaldlega ÁTT að gerast, heldur eru þetta þessir stærri atburðir í lífinu svo sem makar, vinir, barneignir, sjúkdómar o.fl. (ekki um veraldlega hluti eins og peninga, vinnu, lífstíl eða skólasókn). Allt á milli þessara stóru kafla í lífsbaráttunni er undir manni sjálfum komið: Ákvarðanir, árangur, fjármagn…
En allar þessar ákvarðanir leiða að sama punkti, eða “checkpoint” (t.d. maka), síðan tekur maður sjálfur við þaðan þangað til maður nær að næsta punkti o.s.frv.

Tökum sem dæmi undarlegan drum sem mig dreymdi:
-Ég var með sömu stelpu og ég var með í daglegu lífi, en ég kynntist henni í menntaskólanum sem ég geng í… En í draumnum hafði ég aldrei gengið í menntaskóla, ég hafði farið að vinna beint eftir nám og samt náð að kynnast henni og endað í sambandi með henni.

Þessi draumur gæti hafa verið að segja mér að þetta samband hafi ÁTT að eiga sér stað burt séð frá aðstæðum. Ég er reyndar hættur með stelpunni sökum annars punkts í lífi mínu: Ég fékk símtal þegar ég var búinn að vera með stelpunni í c.a. 3-4 vikur… Ég átti von á barni með annari stelpu (nei, ekki afleiðing framhjáhalds) og ég var ekki tilbúin til að vera í sambandi sökum þessara breyttu aðstæða í lífi mínu.

Á þessu tímabili lærði ég ótal mikið af mikilvægum lexíum sem ég á eftir að lifa eftir til æviloka og ég bíð þess óþreigjufullur að forlögin spili fram helling af fleiri óvæntum uppákomum, vinum, vinkonum, mökum og ókunnugu fólki sem eiga eftir að krydda tilveruna til hins ýtrasta!