Jám… Ég á ömmu sem býr á ísafirði og er svona gömul treg kona og hendin á henni hristist alltaf. Hún er svona 90 og etihvað
ára í dag, en þegar þessi atburður gerðist þá var hún sirka 86.
Ég bjó í reykjavík þá og mamma og pabbi voru að fara til útlanda og sendu mig í pössun hjá henni,
ég var 9 ára þá.
Þegar ég kem til hennar þá tek ég eftir því hversu allt gamalt er inn í húsinu hennar, það eru engin rafmagns tæki þarna.

Svo gefur hún mér að borða um kaffileitið og er að reyna láta mér líða vel og talar við mig
um hvernig gengur í skólanum og svona, svo spyr hún mig hvort ég vilji koma skoða garðin sinn
með sér, þetta er svona risastór garður með mikið af gömlum trjám og fulltaf gróðri og fallegum
plöntum. Svo þegar við komum útí garðin þá fer hún að tala við trjé-in á einhverju bull
tungumáli, og ég skildi ekki neitt í neinu. Svo segir hún mér að segja “hæ” við tré-in og runnana og ég gegni.

Svo þegar leið á nóttuni þá svaf ég inní pabba herbergi sem hann átti þegar hann var lítill,
það var ekkert inní þessu herbergi nema rúmm og náttborð. Það var allt kvítt þarna inni,
rúmmið, náttborðið, veggirnir, hurðinn og loftið. Það var heldur engin gluggi þarna.
þetta herbergi er á efri hæð hússins og er við stigan þegar maður kemur upp.

Svo segir amma við mig áður en ég fer að sofa að (eithvða nafn sem hún nefndi) ætli að gæta
mín í nótt og svo sofnaði ég bara…

Svo um nóttina vaknaði ég við að amma var að tala við einhvern niðri í eldhúsi, og ég byrjaði að hafa
svona alveg hljóð og reyna hlusta hvað hún væri að segja og við hvern hún væri að tala við,
ég heirði bara röddina hennar eins og hún væri að tala við sjálfan sig, en ég heirði
aldrei neitt hvað hún var að segja, sama hversu hart ég reyndi að hlusta. Svo fann ég á
mér að ég var ekki einn inní herberginu, ég lét sængina yfir hausin eins og flest börn gera
þegar þau verða hrædd, og ég fann alltaf á mér að það var einhver hjá mér.
Mér byrjaði svo að líða mjög ílla og fór að gráta, samt ekker hátt svo amma heyrði.

Svo þegar ég vaknaði var bara eins og ekkert hafði gerst þessa nótt var bara hress og kátur
og fór bara niður að fá mér morgunmat. Þá heyrði ég í ömmu inní stofu, hún sat við glugga og
var að mála, útum gluggan sá ég bara tré og runna úr garðinum, en á myndini sem hún var að mála
voru runnar, tré og græn vera sem stóð þar hjá. Svo sagði hún við mig “er hún ekki falleg…”
og hélt bara áfram að mála.
Ég sá aldrei neitt?

Svo um kvöldmatar leitið komu frænka mín og frændi allaleið frá reykjavík að ná í mig,
ég hafði ekki hugmynd afhverju ? En ég fór með þeim og svo man ég ekki meira frá þessum part
af æsku minni.

En núna dagin í dag þá hef ég ekkert séð ömmu mína síðan þetta gerðist. Svo alltaf þegar
hún hringir heim þá sjá mamma eða pabbi númerið á símanúmera byrtinum og þau svara aldrei, svo láta þau bara síman
hringja út, og okkur systkynunum er bannað að svara. Veit ekki afhverju en það er eithvað dularfult við ömmu, þetta er eina
amman sem ég á núna og samt þekki ég ekkert til hennar, ég þori ekki að tala við pabba og mömmu um þetta.
Eru þau kanski að leyna mér fyrir einhverju? eða vernda mig frá einhverju? er þetta kanski allt samsæri gegn mér?

Ég fæ oft martraðir á nóttuna um þetta, eins og ég sé aftur komin undir sængina,
og svo þegar ég hugsa um þetta fæ ég svona sektarkend einhvernvegin.

Getur einhver ráðlagt mér hvað ég ætti að gera til að losna við að hugsa um þetta og hætta fá martraðir útaf þessu?
eða mun þetta vera svona alla ævi?

Afsaka stafsetningarvillur…

Kveðja<br><br><font color=“#FF00FF”>*</font><font color=“#0000FF”>:</font