Ég veit alveg að ég er ekki skyggn eða eitthvað, en ég er samt alltaf að heyra eða sjá eitthvað heima hjá mér, bara þar samt. Þetta kemur einstaka sinnum fyrir, ég hef séð lítinn strák tvisvar, einu sinni í nokkur sekúndubrot þegar hann hvarf í gegnum vegginn í herberginu mínu, svo næst þegar ég lá uppí rúmi og var að fara að sofa, var að lesa, þá leit ég á gólfið í herberginu og þá bara stendur strákurinn á miðju gólfinu og starir niður fyrir sig, ég lokaði augunum og hann hvarf. Hinumegin við vegginn þar sem strákurinn hvarf útum er lítill staður sem er ALLTAF ískaldur, sama hvenar, ALLTAF þegar maður labbar þar þá fær maður hroll og verður kalt! Svo um daginn þá voru ég og kærastinn minn ein heima hjá mér og þá heyrum við alltíeinu eikkað hljóð (hlutur að detta) þegar við kíkjum inní stofu liggur myndarammi með mynd af mér á hvolfi á gólfinu(varí gluggakistunni fyrir ofan) og skrautkúla snýst í hringi í gluggakistunni og standlampinn við hliðiná vaggar… ég gáði útum allt hús af opnum gluggum eða hurðum, allt var lokað. svo stundum þegar ég er að fara að sofa á kvöldin þá heyri ég glas smallast á eldhúsgólfinu en finn aldrei neitt þegar ég kíki, eða hljóð í priki eða kústi detta en aldrei finn ég neina skýringu á þessu… Þetta er samt tiltölulega nýtt hús sem við búum í…