Þeir sem eru á ferð um ellefuleytið að kvöldi og eiga leið hjá Blue Bell Hill í Kenthéraði í Englandi,gætu orðið varir við unga stúlku sem biður um far til bæjarins Maidstone sem er þarna í næsta nágrenni.
Stúlkan segir gjarnan frá því að hún ætli að gifta sig daginn eftir. Áður en komið er á áfangastað er hún þó horfin.Vitji ökumaðurinn þess heimilisfangs sem stúlkan gaf upp, taka á móti honum eldri hjón. Dóttir þeirra fórst í umferðaslysi þann 19.Nóvember 1965, einmitt kvöldið áður en hún ætlaði að gifta sig. Slysið varð nákvæmlega þar sem hún biður vegfarendur enn um far. Frásagnir af þessari stúlku eru að einu leyti frábruðnar sögum af svipuðu tagi sem raunar eru býsna algengar. Í þessu tilviki kemur sagan fullkomlega heim og saman við raunverulegan atburð. Árið 1997 voru alls fjórir í bíl sem svipur stúlkunnar fékk far með. Allir þekktu hana aftur þegar þeim var sýnd mynd af stúlkunni sem fórst 1965.

Þessa grein fékk ég úr Lifandi Vísindum. Það er mjög forvitnilegt að í gömlu blöðunum var alltaf í hverju blaði dálítið sem hét Vísindi og Dulúð og voru alltaf svona einhverjar forvitnilegar og skemmtilegar greinar.
————–