Sko mig dreymdi á aðfararnótt 13 júní að ég ætti kærasta(ok sem ég á ekki núna). Hann bjó í ca klukkutímaakstri héðan(s.s. sem ég bý). Ég bý í sveit og átti hann heima í enn meiri sveit. Svo var ég í heimsókn hjá honum, við vorum inni í stofu,stofan var björt og opin og sást lngt út á tún, og það voru jól eða eitthvað(allavega allir frekar fínir og svo voru einhverjar gjafir og eitthvað, gæti hafa verið afmæli eða eitthvað).

Svo allt í einu var komið kvöld(hvort það var sama dag eða ekki veit ég ekki) hann var farinn inn í herbergið sitt að sofa og ég ennþá frammi(það virtist þannig vera að við værum ekkert búin að vera neitt lengi saman, kannski örfáa daga og að við höfðum ekkert þekkst í raun fyrir það). Ég vildi ekki fara inn að vekja hann því hann hafði verið þreyttur. Ég ákvað að labba bara heim því ég þyrfti að vera mætt í vinnu kl 9 morguninn eftir(sem er alveg satt) en mamma hans stoppaði mig og spurði hvert ég væri eiginlega að fara. Ég sagði henni það að ég þyrfti að mæta í vinnu og ég hafði engan bíl. Hún sagði mér þá að vinkona litlu systur kærastans míns væri í heimsókn og svæfi þarna heima hjá þeim. Hún yrði sótt klukkan 8 og þá gæti ég alveg fengið far hjá þeim. Svo að ég fer bara inn í herbergið til kærastans míns.
Ég vakna morguninn eftir og fer í vinnuna alveg eins og það var planað.

Svo kemur gat í drauminn eða nýr draumur í framhaldinu. Ég er allt í einu stödd á sjúkrahúsi(sem er í raun kannski ekki alveg týpískt sjúkrahús, því þetta er eins og skáli með stórum rúðum, frekar stórt herbergi, samt er hvítklætt fólk þarna að störfum sem hjúkkur og það).Ég er á 3 hæð og sést vel útum allt. Ég held að þetta sjúkrahús hafi verið í DK. Stofan var svona eiginlega eins og biðstofa, þarna sat hellingur af fólki sem ég þekki(allavega svona 50 manns ef ekki aðeins fleiri). Ég var allavega ólétt og var að fara að eiga. Nema að ég var ekki í rúmi heldur einhvernvegin í asnalegri stellingu, hálfstandandi. Þetta gekk ekkert voðalega hratt, meira að segja mjög hægt og hélt ég jafnvel að þetta væri bara einhverjar fyrir-hríðir(s.s. að það væri ekkert að fara að gerast nærri strax) og það hélt fólkið sem var í biðstofunni líka en læknarnir og hjúkkurnar voru ekki á sama máli.
Út um gluggann á stofunni sá ég fjörð(ég var semsagt á öðrum bakkanum). Það sem ég sá voru semsagt bratt fjall og fyrir neðan það í sjónum lá stórt skip(allir voru að fylgjast með því, eitthvað voðalega merkilegt) á því var risastórt grenitré(steypa,bull?).

Síðan var ég vakin og veit ég ekkert um kyn barnsins, man ekki eftir að hafa séð kærastann þar, þó það hafi vel getað verið að hann hafi verið þar.

Svona sem gæti tengst DK er það að ég er búin að vera að velta því fyrir mér að fara út eftir næsta skólaár og vinna í eins og eitt ár.
Vitið þið eitthvað hvað þetta gæti þýtt?(er búin að spyrja eina manneskju, vildi bara fá fleiri þýðingar..)
já og TAKK FYRIR að lesa þetta..veit að þetta er soldið langt..<br><br>Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll? ;)
Vissir þú að tungan í steypireyð er jafnþung og fíll?