Þessi hugdetta kom upp í hugann á mér um daginn þegar ég sá bíómyndina “The Others”.. Ef að þú hefur ekki séð hana og langar ekki að vita hvernig hún endar þá ráðlegg ég þér að hætta að lesa hérna..

En þá held ég áfram, í myndinni kom svo seinna í ljós að þau voru draugar sjálf en þau héldu að þau væri lifandi. Ég var bara aðeins að pæla í þessu, ætli draugar séu svona? Skynji okkur ekkert alltaf og halda ennþá að þeir séu lifandi? Draugarnir í myndinni héldu að fólkið væru draugarnir en þau sjálf lifandi.. Hver veit? Kannski erum við bara draugar og draugar sem við sjáum eru lifandi manneskjur í raun og veru! Maður veit aldrei.. Þetta er allt voða dularfullt. Draugarnir skynja okkur ekkert endilega og halda að þeir séu enn lifandi og við draugar eða kannski erum það bara við sem erum draugarnir. En ég veit ekki hvað meir ég get sagt um þetta, en ég vil endilega vita hvað ykkur finnst..