Ég veit ekki hvort þetta tengist dulspeki. En það gerir það á einhvern hátt. En þegar ég var lítill, um svona 7-9 ára.
Man ég þegar ég var að labba niður frostafold niður í sjoppuna í hverafoldi, horfði ég í leið upp í sólina. Ég var dálítið undrandi.(ég veit ekki hvort þetta var ofsjón, ímyndun eða raunveruleiki)
Mér fannst ég sjá mann, frekar fátækan, í rifnum brúnum fötum,með grátt hár og skegg,og með ennisband sem var rautt er mig minnir,sem var að styðja sig við sólina,ég horfði á hann í smástund og leit síðan undan.
————–