Sæl öllsömul, ég er með skrifræpu þessa dagana og eftir að hafa farið inn á korkanna hér á huga tók ég eftir því hve dónaskapurinn og ókurteisin er farin að ráða ríkjum þar, eins og komið hefur fyrir hér svo sem líka. Ég gróf því upp gamalt blogg sem ég skrifaði um sama málefni þegar ég var alltaf inni á barnalandi:

Ég var inni á barnaland.is og las þar bréf sem ung stúlka setti inn um vandræði sín í íslenska styrktarkerfinu. Því var svarað af konu sem bauð henni að taka við barninu hennar og útfrá því varð til heit ummræða með misgóðum athugasemdum og oft hreinum dónaskap. Mig langaði bara að koma einu á framfæri eftir að hafa lesið þessa umræðu. Tölvuskilaboð eru að mörgu leiti góður miðill og auðvelda fólki að tjá sig og hafa skoðanaskipti. Samt held ég að margir mættu gera eitt. Lesa bréfin yfir áður en þau eru send og spá aðeins í því hvaða áhrif þau hafa á ímynd þeirra, hvort þau séu mögulega illgjörn, eða ótillitssöm, þótt allir verði náttúrulega að meta það útfrá sjálfum sér hvar þeirra mörk liggja hvað það varðar. Og ígrunda vel hvort þeir hafi skilið rétt annara manna bréf. Vandamálið við tölvuskilaboð er nefnilega líka stundum það að af því að þú sérð manneskjuna sem skrifaði bréfið, ekki og þekkir ekki hennar persónuleika og kannski húmor eða fyrri reynslu er auðvelt að misskilja. Ef þú myndir ekki orða það sem þú ert að segja við manneskjuna á sama hátt ef hún stæði fyrir framan þig, er líklega best að vera ekki með þann dónaskap á netinu heldur :)

Ást og friður
Snæugla