Ok. Frænka mín sagði mér fyrir stuttu frá því að hún væri með fylgju. Ég svo sem var búinn að heyra það áður að fólk væri með fylgjur sem væru látnir ættingjar eða eitthvað svoleiðis sem væru að fylgjast með manni og þannig.
En frænka mín sagði að oft þegar hún væri að fara í heimsókn til einhvers þá væri oft bankað á hurðina þar rétt áður en hún kæmi.
Svo sagði hún líka frá því að hún var ein heima að lesa upp í rúmi og sofnaði yfir bókinni. Svo þegar hún vaknaði þá var búið að slökkva ljósið inn í herberginu. og slökkvarinn var langt frá rúminu svo hún hefði örugglega munað eftir því ef að hún hefði gert það sjálf í svefnrofunum.
Og nú spyr ég.
Eru fleiri dæmi eins og þetta um fylgjur sem þið vitið um??