Ég hef verið að hugsa undanfarið hvort ekki gætu verið álög á bát kærastans mín og datt í hug að spyrja ykkur, bæði hvort svo gæti verið og einnig hvað væri þá til ráða.

Þannig er mál með vexti að fyrir einu og hálfu ári síðan missti kærastinn minn pláss sem hann hafði verið í og varð að finna annað. Að lokum fundum við eitt sem okkur leist ágætlega á þar sem hann yrði ekki mikið í burtu. ( við eigum sko tvö ung börn) svo var það þannig fyrstu vertíðina sem hann var á þessum bát að hún brást algerlega þrátt fyrir að bátarnir, sem voru í kringum bátinn sem kærastinn minn var á, voru að fiska mjög vel. Og þegar vertíðin var búin þá hugsuðum við jæja þetta verður betra í sumar og það höfum við gert núna býsna lengi, alltaf hugsað þetta verður betra. Nú er hins vegar vertíð og ekkert virðist ganga betur nema þá hjá hinum bátunum sem alltaf virðast veiða.

Eru þetta álög? Ég er búin að heyra að þetta sé búið að loða við útgerðarmanninn lengi getur verið að einhver hafi cursað hann?
Ef þetta eru álög, hvað get ég gert? Er ekki einvher galdur sem ég get notað eða afálögun?

bestu fyrirfram þakkir fyrir frábær svör :)

fiskaminni
þú hefur orðið vitni að kraftaverki, verslaðu á e-bay