Martröð skulum við kalla þetta. Mig dreymir það sama og mig hefur dreymt og það er að pabbi var að keyra jeppann og ég er farþegi ásamt öðrum farþegum. Við erum að fara í vieðiferð og hann ekur hratt að áfangastað uppi á mjög háu fjalli. Það er mjög hátt niður og ég fæ svimakast þegar pabbi snarhemlar alveg við fjalls/klettabrúnina og mér finnst eins og við séum að fara að hrapa niður. Við förum útúr bílnum og pabbi gerir veiðidótið tilbúið. Á meðan ímynda ég mér(í draumnum) að ég sé lokuð inni í jeppanum og jeppinn hrapi niður með mig og niður í sjó. Mér tekst ekki að opna gluggann á bílnum og ekki er það hægt á dyrum vegna þrýstings. Allt í einu er ég bara komin uppá fjöru þarna niðri og sé vatnsmelónutré. Ég fæ mér eina litla melónu og opna hana með því að taka hýðið auðveldlega af. Innihaldið er hlaupkennt og maukað en samt er vatnsmelónubragð. Kærasti minn segir: Oj, hvað er þetta, hvar fékkstu þetta? Ég segi bara:viltu ekki smakka. Hann neitar en ég borða maukið með bestu lyst. jakk!!!