Hi öll

Í hádeginu í dag, varð ég mjög þreittur skyndilega og áhvað að leggja mig svona rétt fyrir stærðfræðitíma.

Ég sofnaði já, ó já ég svaf!


Ég er staddur í herbeki, þar inni er eitthvað að gerast. Ég labba upp að 2 manneskjum sem eru að skoða eitthvað. Ég er frekar hávaxinn svo ég lít yfir öxlina á annari, og horfi á eitthvað blað. Á því stendur eitthvað og ég frís gjörsamlega, verð máttlaus og haltra eitthvað áfram þar til ég dett niður á gólfið. Mér líður hræðilega.
Stuttu seinna stend ég aftur upp, og þá líður mér mun betur.
Mér finnst eins og ég sé laus undan eitthverju íllu, eitthvað sem þetta “scroll” sem ég sá, bældi í burt úr mér.

Því næst er ég komin í skólann, gerist margt og mikið þar. Ég t.d hitti strák sem ég hef ekki séð í 8 ár. Við tölumst eitthvað saman ogo svo labba ég inn í matsal. Þar situr fullt af fólki, en sérstaklega tek ég eftir strák sem er búin að æla matnum sínum upp til hliðar við diskinn, semsagt á boðrið.
Ég labba aftan að honum, hann situr á enda borðsinns, og ég horfi á æluna. Kærasta hann stendur við hann og er að fara að kyssa hann, og ég labba akkurrat í veg fyrir hana, og horfi djúft í augun á henni. Hún horfir á mig smá stund, mjög flott stelpa, ég hugsa “verst að hún sé tekin”.

FLASH

Ég er komin upp á þjóðveg, er að ganga þar. Bílar streima eftir götunni, allir keyra þeir í sömu átt og ég er að ganga.
Ég sé sona bílastæði sem er meðfram götunni, þar er bíll og eitthver föt sem lyggja, ég geng fram hjá þér, og góður vinur minn er allt í einu með mér. Það er mjög dökkt úti, og sést sama sem ekkert út fyrir götuna.
Ég lýt til baka, og þá er félagi minn að hlaupa að bílastæðinu, bílinn er farin, en fötin eru eftir. Ég geng að þeim og horfi, ég tek sérstaklega eftir mjög stórum hönskum. Félagi minn æpir, og ég kíki.
Þá sé ég mann koma labbandi út úr myrkrinu, hann gengur að okkur, og ég er mjög hræddur. Hann lýtur ílla út (eins og þýskur veiðimaður með mikið yfirvaraskegg)
Hann gengur að okkur og við spurjum hvert hann er að fara. Hann segist vera að fara að gröfinni í kyrkjugarðinum, og hendir hinumegin við götuna.
Ég hef það á tilfinningunni að þessi kyrkjugarður sé mjög langt í burtu.
Ég verð skít hræddur, og hann er að reyna að draga okkur með sér, við hlaupur burt, og hann hverfur. Ég og félagi minn reynum að hlaupa okkar leið. En það er mjög mjög erfitt að hlaupa, eins og við komumst ekkert áfram.

Þetta er týpískt draumaeinkenni, svo ég klíp mig strax í kynnina, og finn að hún er dofin.
Svona dofin eins og að vera mitt á milli dofin þegar maður er drukkin, og skít kalt í andlitinu. Erfitt að finna sársauka sama hversu fast maður klípur.
Svo mér dettur strax í hug, Núna er mig að dreyma. Okay mig er að dreyma.
Ég spyr vin minn, sem er a reyna að hlaupa með mér, “Er þetta draumur?” og hann svarar “Ég veit það ekki” .. ég lít í kringum mig og allt er rosa rosa raunverulegt. Allt í detailes, mjög mikil smáatriði sem ég sé allstaðar. Mér finnst skrítið að mig sé að dreyma sona nákvæmlega, but i just play along.

Allt í einu er ég komin í lítinn bæ.
Hann er meðfram þjóðveginum, fáin hús, en kringum þjóðvergin þar sem þetta er, er búið að raða gámum. Circa 10 sitthvoru megin meðfram honum.

Ég fer inn í bæinn, og vinur minn er með mér. Ég týni honum og sé annan vin minn sem ég þekki einnig.

Ég labba inn í hús (eru um 5 hús þarna dreyft eins og oddar á stjörnu), og ég labba inn í það hús sem er lengst frá veginum.
Þar er fullt fullt af fólki. Ég tala við það, og spyr hvort eitthver geti reddað mér fari í ÞESSA átt (semsagt FRÁ kyrkjugarðinum, og þaðan sem ég var að koma.)
Fólkið virðist allt vera mjög mjög slow, og segist vera að fara í HINA áttina. Ég spyr hvað það er að fara að gera, og það segist vera að fara að sjá gröfina. Ég bara WHAT?!?!?!
Og ég verð svolitið paranoid, og reyna að redda mér fari.
Það er kærustupar sem stendur við útidirnar (við erum öll circa 6 eða 7 saman, í forstofunni á þessu húsi, og erum að tala saman þar), ég segi við kærustu parið hvort það sé ekki til í að skypta um stað við mig, því ég vilji standa í dyrunum ef ég skyldi sjá félaga minn hlaupa eitthvað þarna úti.

Ég sting höfðinu út um hurðina, og öskra nafn félaga míns.
Allt mjög raunverulegt, heyri sjálfan mig öskra, heyri hvernig röddin verður hálf fölsk þegar ég er að garga nafnið hanns. Allt eins og í alvöru.
Ég stend þarna og horfi á fólkið, allr ungt fólk, 18-25 ára. Ég spyr hvort eitthver sé til í að lána mér bíl.
Og mér til mykillar undrunnar réttir einn strákur mér lykla.
Ég tek lyklana og skoða þá, það er húslyklill á kyppunni, og bíllykill, ásamt eitthverjum fleiri. Lyklakyppan er fjarstýring með 3 tökkum.

Ég lít út, því ég heiri rosa rosa læti úti.
Það er dymmt og ég lít á þjóðvegin. Þar sé ég stóra stóran flutningabíl koma æðandi, hann er örugglega með 7 eða 8 tengivagna aftaní sér. Mest allt gámar, nema á 3 tengivögnunum voru bara tóm, lítil fiski kör. Þessi hvítu sem eru notuð á trillum.´

Bíllin flautar mjög hátt og æðir framhjá, það eru gámar meðfram veginum, og ég fyllist skelfingu af tilhugsuninni ef þessi gámaflutningar bíll myndi skella eða keyra utaní eitthvern gáminn.

Lokst þegar hann er farinn hjá, kemur félagi minn.
Við löbbum niður að bílastæðinu sem er við vegin. Engir gámar fyrir framan það. Ég ýti á takkann, og þá blikka öll stefnuljósin á gömlum volvo 2 sinnum. Ég virði þennan gamla bíl fyrir mig og sest inn. Um leið og ég sting lyklunum í, kemur háfaði frá bílnum.

Vinur minn sest inn afturí, hægra megin, ég fatta ekki alveg afhverju. Því næst set ég lyklana í, og það kemur háfaði frá bílnum. Vinur minn segir mér að slökkva á útvarpinu, ég geri það og einnir á rúðuþurkunum.
Næst finn ég hvernig stýrið er að hreifast, og gírstöngin líka.
Ég held fast og geri mér grein fyrir því að eitthvað er að reyna að stjórna bílnum. Mér finnst það vera djöfull í honum.

Ég sleppi öllu, og ætla að sjá hvað bílinn gerir. Hann bakkar úr stæðinu, keyrir áfram og ætlar að fara með mig í áttina þar sem þessi umtalaða gröf á að vera. Ég verð hræddur, og ríf í stírið, og begi í hina áttina, og sný bílnum við.
Ég reyni að keyra áfram, og finn hvernig stírið er alveg vitlaust, ég held fast um það, því bílinn vill snúa við. Bensíngjöfin er að reyna að ýtast upp, svo það er erfitt að halda henni niðri.

Ég klíp mig aftur, er dofin í kynninni. Ég margspyr félaga minn hvort ég sé sofandi og hvort þetta sé draumur, og hann bara segir “ég veit það ekki”.

Því næst, mæti ég bíl, og það slökknar á honum, og hann fer yfir á helminginn til mín, ég rétt svo næ að sviga fram hjá honum. Ég spyur aftur félaga minn hvort þetta sé draumur eða ekki. og hann segist ekkert vita.

Ég segi við hann “Okay, þetta hlítur að vera draumur, eg ætla að rústa bílnum, keyra honum út af” (mér datt í hug, að ef ég myndi fremja sjálfsmorð í draumnum, myndi ég nú örugglega vakna).

Ég setti bíln á fína ferð, sá stóran hraunmola út í kanntinum, og þrykkti bílnum útaf veginum. Um leið og hann skall á hraunið (sem var auðvitað storknað), þá hrökk ég upp í rúminu mínu inn í herbeki. Ég var drullu fegin að hafa vaknað.



Yfirleitt þegar þetta kemur fyrir mig, að ég er að dreyma og veit að ég er að dreyma, þá er ég að berjast fyrir því að fá að halda áfram að vera í því ástandi. En núna var þetta öfugt, ég gat ekki vaknað.

Yfirleitt þegar ég er í þessu ástandi, þá er nóg að loka bara augunum og maður vaknar, en þarna var ég FASTUR í drauminum. Mjög óþægilegt, svo ég áhvað að drepa mig til að vakna, og það virkaði..



Hvað haldið þið að þessi draumur tákni?