Dreymdi alveg stórfurðulegan draum í nótt, hann byrjaði þannig að ég var úti að ganga með hundaól en engann hund, þetta var svona lengingaról, svo mætti ég strák með stórann og mikinn hund og hann tók af mér ólina til að setja á sinn hund því hann átti ekki lengingaról. Ég varð alveg brjáluð þegar hann tók af mér ólina, en gekk samt með honum og dáðist að hundinum, hvað hann væri fallegur, vel byggður og örugglega fínn til undaneldis.
En á meðan á þessu stóð þá var blár flækingshundur, mjög óhrjálegur að flaðra í kringum mig og ég var hrædd við hann, allt í einu stökk hann á mig, og augun voru rauð og sjálflýsandi og hann segir e-ð sem ég man ekki alveg en minnir að hann hafi sagt: Ég er djöfullinn og ég ætla að taka þig! það var samt miklu meira sem hann sagði… Allavegana þá varð ég alveg brjáluð og tók hann kverkataki og ætlaði að drepa hann en hætti við á síðustu stunudu, þá var hann orðin eðlilegur og rölti vælandi í burtu…
Endilega ef e-r veit hvað blár djöflahundur þýðir þá endilega segja mér það :)

PS ég horfi ekki á hryllingsmyndir svo þetta er ekki komið þaðan

Með bestu kveðju
MíaM