Mig dreymdi að ég væri stödd heima hjá ömmu minni, það átti að vera eitthvað matarboð heima
hjá henni. Ég var búin að vera að bíða eftir kærastanum mínum en hann kom aldrei. Frændur mínur komu
og voru alveg rosalega fullir. Þeir fóru að rífast eitthvað inni í eldhúsi, amma fór inn
til þeirra og þá heyrðum við skot hljóð og amma labbaði út. Þá var hún búin að skjóta þá
báða en sagði að þeir höfðu skotið hvorn annan. Hún sýndi okkur lík af afa sem er búinn að
vera dáinn í 38 ár eða eitthvað og hann var allur rotinn, hún sagði að hún hefði viljað
hafa hann hjá sér og ekki viljað segja frá að hún væri með hann heima hjá sér. Ég fór inn
á klósett og grét alveg rosalega og það var allt úti í blóði þar, þá kom mamma og sagði
mér að ég yrði að herða mig upp. Hún sagðist ætla að koma með bjór fyrir mig svo að ég
gæti slakað á. Svo var ég að labba út og var að leita að Lilju Dögg dóttur minni sem er að verða 2ja ára og þá komu menn með
líkbörur að sækja líkin þrjú. Ég var mjög hrædd og fannst ógeðslegt að sjá líkin á
börunum. Ég reyndi að fela mig og fór upp þrjár tröppur og á einhvern pall. Þar fann ég
Lilju Dögg aleina. Þá var ég allt í einu komin á einhverja hátíð sem mér fannst eiga að
vera heima hjá ömmu minni en allt var svo breytt af því að þetta var úti. Ég var í rúmi
með mömmu en Íris Ósk elsta dóttir mín sem er 4 ára var með vinkonu sinni og pabba hennar sem ég hef aldrei séð áður.
Hann var að kitla þær en mér
fannst þetta svo harkalegt af því að hausinn á Írisi slóst alltaf við rúmgaflinn
þegar hann var að kitla hana. Ég bað hann að slaka aðeins á. Maðurinn þóttist ekkert verða reiður fyrst en var svo bara
með stæla við mig og var rosalega ógnandi. Þessi hátíð varð síðan að martröð, það komu
krakkar til mín og spurðu hvort að ég ætti þennan farsíma og sýndu mér þann sem ég hafði
tínt. Ég sagði að ég ætti hann og þá brutu þau hann fyrir framan mér og sögðu að þau höfðu
stolið honum af mér. Svo réttu þau mér kortið úr símanum og sögðu að ég mætti eiga það, en
svo sagði allt í einu einhver stelpa: nei komdu með kortið aðeins og ég rétti henni það og
þá braut hún það og sagði að það hefði einhver verið að reyna að hringja í mig og þess vegna
varð hún að eiðileggja það. Ég hugsaði strax að kærastinn minn væri ábyggilega að reyna að ná í
mig og labbaði út um allt að reyna að finna síma. Það voru einhverskonar gildrur út um
allt en ég man bara eftir einni sem var þannig að fullt af pílum flugu að manni ef maður
ætlaði að komast framhjá. Ég ákvað að láta mig hafa það, ég yrði að fá síma til þess að
hringja í hann og biðja hann að koma og ná í okkur. Ég fékk fullt af pílum í mig þegar
ég reyndi að stökkva framhjá en hélt áfram að leita að síma. Þá hitti ég vin kærastans míns og hann var
með farsíma á sér, ég fékk að nota hann en síminn var utan þjónustusvæðis þannig að vinur hans kærastans míns
ætlaði að labba með mér út um allt til þess að reyna að komast inn á þjónustusvæði en fyrst
urðum við að reyna að komast út úr þessum stað. Við sáum hurðina og byrjuðum að labba í
áttina að henni, þá komu fullt af strákum sem byrjuðu að hrækja á okkur, ég byrjaði að
hlaupa og klifra yfir fullt af hvítum garðstólum sem voru fyrir og henti þeim alltaf aftur
fyrir mig til þess að reyna að hitta
þessa stráka. En þá hitti ég vin kærastans míns í fótinn og hann komst ekki lengra. Ég fór til hans og
fékk síman og svo skrifaði hann ávísun fyrir mig svo að ég gæti farið í nudd og ljós og
bara tekið flug heim og náð í kærastann minn og þá gætum við náð í þau. Ég sagði honum að ég hefði
ekki efn á að fara í nudd og ljós en hann sagðist ætla að bjóða mér það af því að ég væri
svo falleg. Loksins komst ég út og þá var ég stödd á Akureyri en síminn vildi ekki virka.
Ég fór inn á veitingarstað til þess að fá að pissa og labbaði út um allt að reyna að finna
klósett. En fann ekkert og fór út og þá var ég allt í einu kominn rétt hjá Hraunkambi í hfj þar sem amma mín og afi bjuggu áður en þau dóu. Þar
voru fullt af fólki að móturhjólum og ég var að spurja hvort að þeir væru með síma sem ég
gæti notað, en það var enginn með síma. Þá kom stelpa til mín og sagðist vita hvar ég gæti
fundið peningasíma. Ég labbaði með henni og kom loksins að einhverri sjoppu sem var með
peningasíma. Ég byrjaði að dæla pening í símann og hringdi en það var alltaf á tali. Ég
hringdi aftur og aftur en það var alltaf á tali. Þá ákvað ég að reyna að hringja í
farsímann hjá Danna bróður mínum en þar var líka á tali. Allt í einu var kærastinn minn kominn til mín og við
keyrðum heim til þess að láta Danna vita að við ætluðum að ná í mömmu og Írisi. Það var allt í einu kominn einhver strákur í
bílinn til okkar og hann var að keyra ég byrjaði að totta kærastann minn, mér fannst hann vera með svo skrítið
typpi, það var einhver tota framan á honum sem átti ekki að vera. En ég hélt áfram að
totta hann og svo fékk hann það. Ég varð ekki vör við það og hélt áfram en þá sagði
hann: ekki láta mig fá það aftur. Ég stoppaði og þá kom rosaleg brún og smá hvít
sæðisgusa út úr typpinu á honum. Ég sagði honum að við yrðum að fara að sækja mömmu,
Írisi og vin hans og þá sagði kærastinn minn að við yrðum líka að ná í Ernu sem væri að vinna með
honum að hann yrði að bjarga henni Það er engin Erna að vinna með honum og við þekkjum enga Ernu.
Svo var ég allt í einu að tala við mömmu og við vorum
að tala um líkin þrjú. Mamma sagði við mig: þetta er alveg rosalegt með þessi dauðsföll af því að þetta voru
afi þinn, pabba þinn sem þú treystir og kærastinn þinn sá sem hefur allar tilfinningarnar
þínar. En þetta voru ekki þeir sem dóu í draumnum. Ég veit að þetta er svolítið kjánalegur draumur en það væri gott ef þið
gætið reynt að ráða hann.
Kveðja
HJARTA.<BR
Kveðja